Jafnaðarmannastefnan – stefna velferðar Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2024 06:00 Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Reykjavík Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun