Sjokkeruðu Celtics menn með þriggja stiga skotsýningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 14:00 Tyler Herro og félagar í Miami Heat skutu Boston Celtics liðið í kaf í nótt. Getty/Winslow Townson Miami Heat sló Boston Celtics óvænt úr úr úrslitakeppni NBA deildarinnar i körfubolta í fyrra og þeir ætla einnig að stríða þeim í ár. Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig. NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig.
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira