Kólnar á öllu landinu eftir óvenjugóðan fyrsta sumardag Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 13:47 Það er enn þá vor þó að haldið sé upp á sumardaginn fyrsta í dag, segir veðurfræðingur. Vísir/vilhelm Barnamenningarhátíð, skátafjör og skrúðgöngur eru á meðal þess sem landsmenn geta dundað sér við í dag, á sumardaginn fyrsta. Besta veðrið er á suðvesturhorninu, þar sem dagurinn er óvenjuveðursæll. „Eftir hæga breytilega átt síðustu daga er að snúast í norðanátt, þó fremur hæga víðast hvar á landinu. Henni fylgir að það er að þykkna upp fyrir norðan, verður skýjað þar og kólnar. En sunnan heiða verður að mestu léttskýjað og hitinn ætti að ná tveggja stafa tölu ansi víða,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur og bætir við að best sé veðurútlitið suðvestantil. „Þetta er náttúrulega ekki það besta sem hefur gerst en þetta er í betri kantinum, að fá svona sólríkt og hægan vind.“ Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig árið 1998 en á landsvísu er það 19,8 stig á Akureyri 1976. Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, 18,2 stiga frost. Og talandi um kulda - eftir veðurblíðu síðustu daga fer veður nú kólnandi. „Þessi hæð sem er búin að vera hér yfir landinu undanfarið hún er að gefa aðeins eftir. Það er heldur kólnandi á öllu landinu á næstunni en helst nú mikil til bjart sunnan jökla,“ segir Eiríkur. Þannig að eins og svo oft áður á sumardaginn fyrsta er sumarið ekki alveg komið? „Nei, það er enn þá vor í nútímaskilningi.“ Fjölbreytt dagskrá er víða um land í tilefni dagsins og hér fylgir langt í frá tæmandi listi; barnamenningarhátíð heldur áfram í Reykjavík og skátahreyfingin stendur fyrir húllumhæi í flestum landshlutum. Í Hafnarfirði er meðal annars blásið til skrúðgöngu og víðavangshlaups og skrúðganga verður sömuleiðis gengin í Garðabæ. Á Akureyri verður ýmislegt í gangi í tenglslum við Barnamenningarhátíð eins og hér í höfuðstaðnum og eyfirski safnadagurinn haldinn hátíðlegur. Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
„Eftir hæga breytilega átt síðustu daga er að snúast í norðanátt, þó fremur hæga víðast hvar á landinu. Henni fylgir að það er að þykkna upp fyrir norðan, verður skýjað þar og kólnar. En sunnan heiða verður að mestu léttskýjað og hitinn ætti að ná tveggja stafa tölu ansi víða,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur og bætir við að best sé veðurútlitið suðvestantil. „Þetta er náttúrulega ekki það besta sem hefur gerst en þetta er í betri kantinum, að fá svona sólríkt og hægan vind.“ Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig árið 1998 en á landsvísu er það 19,8 stig á Akureyri 1976. Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, 18,2 stiga frost. Og talandi um kulda - eftir veðurblíðu síðustu daga fer veður nú kólnandi. „Þessi hæð sem er búin að vera hér yfir landinu undanfarið hún er að gefa aðeins eftir. Það er heldur kólnandi á öllu landinu á næstunni en helst nú mikil til bjart sunnan jökla,“ segir Eiríkur. Þannig að eins og svo oft áður á sumardaginn fyrsta er sumarið ekki alveg komið? „Nei, það er enn þá vor í nútímaskilningi.“ Fjölbreytt dagskrá er víða um land í tilefni dagsins og hér fylgir langt í frá tæmandi listi; barnamenningarhátíð heldur áfram í Reykjavík og skátahreyfingin stendur fyrir húllumhæi í flestum landshlutum. Í Hafnarfirði er meðal annars blásið til skrúðgöngu og víðavangshlaups og skrúðganga verður sömuleiðis gengin í Garðabæ. Á Akureyri verður ýmislegt í gangi í tenglslum við Barnamenningarhátíð eins og hér í höfuðstaðnum og eyfirski safnadagurinn haldinn hátíðlegur.
Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira