Framtíð innri markaðarins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 26. apríl 2024 15:01 Ríkisútvarpið greindi frá því að nýlega kom út skýrslan „Much more than a Market“ eftir Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Letta var falið af Evrópusambandinu að koma með tillögur m.a. um hvernig samkeppnishæfni ESB sé tryggð til framtíðar. Fjallar hann um innri markaðinn sem tæki og nánast sem „auðlind“ sem sambandið getur nýtt betur, ekki síst til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Asíu og N-Ameríku. Ein af megin tillögum Letta er að samin sé ítarleg stefna fyrir innri markaðinn. Einnig má lesa má af skýrslu Letta að skriffinnska og ósveigjanleiki sé til trafala. Evrópsk fyrirtæki séu lítil í samanburði við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kína og af þeim orsökum hallar verulega á Evrópsku fyrirtækin. Þau séu á eftir í nýsköpun, framleiðni ofl. sem á endanum dregur úr öryggi ESB. Því þurfi að aðstoða Evrópsk fyrirtæki við að verða stærri og þannig auka efnahagslegt öryggi. Þá segir Letta að markaðir fjármála, fjarskipta og orku verði að þróast í áttina að samþættingu á ESB svæðinu fram yfir þarfir einstakra ríkja svo svæðið standist samkeppni. Annar fyrrum ítalskur forsætisráðherra, Mario Draghi er einnig að vinna skýrslu en mun hann einkum vera að skoða samkeppnishæfni sambandsins. Það er í sjálfu sér áhugavert að tveir fyrrum forsætisráðherrar Ítalíu séu að skoða sömu, eða svipaða hluti. Áhugaverðara verður þó að sjá hvað Evrópusambandið gerir á endanum til bregðast við minnkandi samkeppnishæfni. Mun svæðið rétta úr kútnum eða staðna í deilum um leiðir og lausnir? Fyrir okkur sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), skiptir miklu að áfram sé fylgst náið með hver stefnan er að þróast enda Ísland aðili að innri markaðnum. Skýrsla Letta er yfirgripsmikil og kemur inn á margt fleira en hér hefur verið nefnt en sé það rétt hjá Letta að hið evrópska kerfi sé of flókið og þungt ætti það að hringja viðvörunarbjöllum víða, ekki síst þar sem talað er fyrir nýju regluverki. Aukinn samruni og samþætting með það að markmiði að stækka og styrkja Evrópsk fyrirtæki getur augljóslega haft áhrif hér á landi. Hvort sem horft er til regluverks sem okkur ber að taka upp eða útflutnings á vörum eða þjónustu. Það verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun í ljósi kosninga sem eru víða á döfinni í Evrópu sem og þeim flóknari alþjóðapólitískum veruleika sem við búum nú við. Höfundur starfar sem ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því að nýlega kom út skýrslan „Much more than a Market“ eftir Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Letta var falið af Evrópusambandinu að koma með tillögur m.a. um hvernig samkeppnishæfni ESB sé tryggð til framtíðar. Fjallar hann um innri markaðinn sem tæki og nánast sem „auðlind“ sem sambandið getur nýtt betur, ekki síst til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Asíu og N-Ameríku. Ein af megin tillögum Letta er að samin sé ítarleg stefna fyrir innri markaðinn. Einnig má lesa má af skýrslu Letta að skriffinnska og ósveigjanleiki sé til trafala. Evrópsk fyrirtæki séu lítil í samanburði við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kína og af þeim orsökum hallar verulega á Evrópsku fyrirtækin. Þau séu á eftir í nýsköpun, framleiðni ofl. sem á endanum dregur úr öryggi ESB. Því þurfi að aðstoða Evrópsk fyrirtæki við að verða stærri og þannig auka efnahagslegt öryggi. Þá segir Letta að markaðir fjármála, fjarskipta og orku verði að þróast í áttina að samþættingu á ESB svæðinu fram yfir þarfir einstakra ríkja svo svæðið standist samkeppni. Annar fyrrum ítalskur forsætisráðherra, Mario Draghi er einnig að vinna skýrslu en mun hann einkum vera að skoða samkeppnishæfni sambandsins. Það er í sjálfu sér áhugavert að tveir fyrrum forsætisráðherrar Ítalíu séu að skoða sömu, eða svipaða hluti. Áhugaverðara verður þó að sjá hvað Evrópusambandið gerir á endanum til bregðast við minnkandi samkeppnishæfni. Mun svæðið rétta úr kútnum eða staðna í deilum um leiðir og lausnir? Fyrir okkur sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), skiptir miklu að áfram sé fylgst náið með hver stefnan er að þróast enda Ísland aðili að innri markaðnum. Skýrsla Letta er yfirgripsmikil og kemur inn á margt fleira en hér hefur verið nefnt en sé það rétt hjá Letta að hið evrópska kerfi sé of flókið og þungt ætti það að hringja viðvörunarbjöllum víða, ekki síst þar sem talað er fyrir nýju regluverki. Aukinn samruni og samþætting með það að markmiði að stækka og styrkja Evrópsk fyrirtæki getur augljóslega haft áhrif hér á landi. Hvort sem horft er til regluverks sem okkur ber að taka upp eða útflutnings á vörum eða þjónustu. Það verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun í ljósi kosninga sem eru víða á döfinni í Evrópu sem og þeim flóknari alþjóðapólitískum veruleika sem við búum nú við. Höfundur starfar sem ráðgjafi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun