Krefjast skýringa á brotthvarfi Maríu Sigrúnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 22:42 Þau Elín HIrst og Guðfinnur Sigurvinsson fara fögrum orðum um Maríu Sigrúnu og velta vöngum yfir brotthvarfi hennar. vísir Brotthvarf Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur úr fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv hefur vakið nokkra athygli. Fyrrverandi samstarfsmenn hennar fara fögrum orðum um blaðamannahætti hennar og krefja forsvarsmenn Ríkisútvarpsins um skýringar á brotthvarfinu. Vísir greindi frá því í dag að kröftum Maríu Sigrúnar í fréttaþættinum Kveik væri ekki lengur óskað. María Sigrún var sjálf ósátt, enda var innslag hennar, sem hún hafði verið með í undirbúningi, ekki sýnt á þriðjudag eins og hún vænti. Sömuleiðis var greint frá því að Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks muni hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu Sigrúnar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. María Sigrún birti auk þess táknræna mynd á samfélagsmiðlinum X í dag, þar sem búið var að klippa hana sjálfa úr mynd af Kveiks-teyminu. Hún vildi ekki tjá sig nánar við Vísi í dag en benti á Ingólf Bjarna og Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóra fréttastofunnar. pic.twitter.com/ODYtihOs6a— Maria Sigrun Hilmars (@MariaSigrun) April 26, 2024 Útilokað að umfjöllunin sé illa unnin Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Garðabæ og fyrrverandi fréttamaður á RÚV ritar færslu á Facebook þar sem hann furðar sig á brotthvarfi Maríu Sigrúnar. Hafi hann unnið með henni í áratug og orðið vitni að „vinnusemi hennar, elju og vandvirkni“. Guðfinnur telur þá upp þá kosti sem María Sigrún hafi sem fréttamaður og lýsir henni sem fagmanni fram í fingurgóma. „Slík fagmennska eflist jafnan og verður vandaðri með árunum en hitt. Ég hygg að vandfundinn sé sá fréttamaður sem starfað hefur með Maríu Sigrúnu sem mun bera henni aðra sögu en þá sem ég hef hér rakið.“ Útilokað sé því að fyrrgreind umfjöllun, sem ekki hlaut brautargengi innan ritstjórnar Kveiks, hafi verið svo ótraust og illa unnin að ástæða sé til að víkja henni úr fréttaskýringarþættinum. „Alveg útilokað,“ fullyrðir Guðfinnur. „Þá vaknar lykilspurningin; hver er raunverulega ástæðan? Svarið getur ekki snúið að öðru en efnistökunum sjálfum. Hvað er það sem er svo eldfimt og viðkvæmt og þolir ekki dagsins ljós að ekki er aðeins ástæða að mati ritstjórans Ingólfs Bjarna Sigfússonar að freista þess að þagga málið niður heldur flæma fréttamann sem hefur lokið meistaranámi í blaða- og fréttamennsku úr starfi sínu með hrakyrðum um að þótt hún sé fínn fréttalesari valdi hún ekki rannsóknarblaðamennsku eftir tæplega 20 ára flekklausan feril?! Úr þeim orðum les ég ekkert annað en viðurstyggilega kvenfyrirlitningu og eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar – og mátti síst við því!“ segir Guðfinnur sem er ekki að skafa utan af því. Stjórnendur krafðir um svör Hann krefst því skýringa frá stjórnendum ríkisútvarpsins, nánar tiltekið: „a) Hver eru efnistök umfjöllunar Maríu Sigrúnar í óstyttri útgáfu og tilbúin var til birtingar í Kveik? b) Hvernig varða efnistökin almannahagsmuni? c) Hver eru efnislegu rökin fyrir því að birting var stöðvuð í Kveik og þrautreyndur fréttamaður látinn víkja, þ.e. nákvæmlega hvaða atriði urðu þess valdandi að málið er tekið svo harkalegum tökum?“ Guðfinnur segir ljóst að annarleg sjónarmið hafi ráðið för, verði þessum spurningum ekki svarað með sannfærandi hætti. „Séu efnistökin þess eðlis að ætla má að hagsmuna annarra en almennings í krafti faglegrar fréttamennsku hafi verið gætt þá er traust til ritstjórnar Kveiks og Ríkisútvarpsins alls stórlaskað. Blaðamannafélag Íslands sem hefur undanfarið ráðist í mikla auglýsingaherferð til stuðnings öflugri og óháðri frétta- og blaðamennsku hlýtur sömuleiðis að krefjast þessara svara. Fáist ekki sannfærandi svör við sjálfsögðum spurningum blasir við að útvarpsstjóri — sé í honum minnsti dugur – segi bæði ritstjóra Kveiks og fréttastjóra RÚV upp störfum og bjóði Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fyrra starf að undangenginni afsökunarbeiðni. Allt minna en það er óboðlegt.“ Allt tal um annað séu rangindi Elín Hirst fyrrverandi fréttastjóri Rúv tekur einnig upp hanskann fyrir Maríu Sigrúnu í færslu á Facebook. „Ég réði Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur til starfa á RÚV á meðan ég var fréttastjóri Sjónvarpsins. Kostir hennar sem fagmanneskju eru síst oftaldir í pistli Guðfinns. María Sigrún er afskapleg hugmyndaríkur og vandvirkur fréttamaður sem aldrei fellur verk úr hendi. Þar að auki er hún úrvals fréttamaður í allri framkomu á skjánum sem og fréttaþulur af bestu gerð. Allt tal um annað eru rangindi gagnvart einum vandaðasta og besta fréttamanni á Íslandi.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Vísir greindi frá því í dag að kröftum Maríu Sigrúnar í fréttaþættinum Kveik væri ekki lengur óskað. María Sigrún var sjálf ósátt, enda var innslag hennar, sem hún hafði verið með í undirbúningi, ekki sýnt á þriðjudag eins og hún vænti. Sömuleiðis var greint frá því að Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks muni hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu Sigrúnar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. María Sigrún birti auk þess táknræna mynd á samfélagsmiðlinum X í dag, þar sem búið var að klippa hana sjálfa úr mynd af Kveiks-teyminu. Hún vildi ekki tjá sig nánar við Vísi í dag en benti á Ingólf Bjarna og Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóra fréttastofunnar. pic.twitter.com/ODYtihOs6a— Maria Sigrun Hilmars (@MariaSigrun) April 26, 2024 Útilokað að umfjöllunin sé illa unnin Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Garðabæ og fyrrverandi fréttamaður á RÚV ritar færslu á Facebook þar sem hann furðar sig á brotthvarfi Maríu Sigrúnar. Hafi hann unnið með henni í áratug og orðið vitni að „vinnusemi hennar, elju og vandvirkni“. Guðfinnur telur þá upp þá kosti sem María Sigrún hafi sem fréttamaður og lýsir henni sem fagmanni fram í fingurgóma. „Slík fagmennska eflist jafnan og verður vandaðri með árunum en hitt. Ég hygg að vandfundinn sé sá fréttamaður sem starfað hefur með Maríu Sigrúnu sem mun bera henni aðra sögu en þá sem ég hef hér rakið.“ Útilokað sé því að fyrrgreind umfjöllun, sem ekki hlaut brautargengi innan ritstjórnar Kveiks, hafi verið svo ótraust og illa unnin að ástæða sé til að víkja henni úr fréttaskýringarþættinum. „Alveg útilokað,“ fullyrðir Guðfinnur. „Þá vaknar lykilspurningin; hver er raunverulega ástæðan? Svarið getur ekki snúið að öðru en efnistökunum sjálfum. Hvað er það sem er svo eldfimt og viðkvæmt og þolir ekki dagsins ljós að ekki er aðeins ástæða að mati ritstjórans Ingólfs Bjarna Sigfússonar að freista þess að þagga málið niður heldur flæma fréttamann sem hefur lokið meistaranámi í blaða- og fréttamennsku úr starfi sínu með hrakyrðum um að þótt hún sé fínn fréttalesari valdi hún ekki rannsóknarblaðamennsku eftir tæplega 20 ára flekklausan feril?! Úr þeim orðum les ég ekkert annað en viðurstyggilega kvenfyrirlitningu og eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar – og mátti síst við því!“ segir Guðfinnur sem er ekki að skafa utan af því. Stjórnendur krafðir um svör Hann krefst því skýringa frá stjórnendum ríkisútvarpsins, nánar tiltekið: „a) Hver eru efnistök umfjöllunar Maríu Sigrúnar í óstyttri útgáfu og tilbúin var til birtingar í Kveik? b) Hvernig varða efnistökin almannahagsmuni? c) Hver eru efnislegu rökin fyrir því að birting var stöðvuð í Kveik og þrautreyndur fréttamaður látinn víkja, þ.e. nákvæmlega hvaða atriði urðu þess valdandi að málið er tekið svo harkalegum tökum?“ Guðfinnur segir ljóst að annarleg sjónarmið hafi ráðið för, verði þessum spurningum ekki svarað með sannfærandi hætti. „Séu efnistökin þess eðlis að ætla má að hagsmuna annarra en almennings í krafti faglegrar fréttamennsku hafi verið gætt þá er traust til ritstjórnar Kveiks og Ríkisútvarpsins alls stórlaskað. Blaðamannafélag Íslands sem hefur undanfarið ráðist í mikla auglýsingaherferð til stuðnings öflugri og óháðri frétta- og blaðamennsku hlýtur sömuleiðis að krefjast þessara svara. Fáist ekki sannfærandi svör við sjálfsögðum spurningum blasir við að útvarpsstjóri — sé í honum minnsti dugur – segi bæði ritstjóra Kveiks og fréttastjóra RÚV upp störfum og bjóði Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fyrra starf að undangenginni afsökunarbeiðni. Allt minna en það er óboðlegt.“ Allt tal um annað séu rangindi Elín Hirst fyrrverandi fréttastjóri Rúv tekur einnig upp hanskann fyrir Maríu Sigrúnu í færslu á Facebook. „Ég réði Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur til starfa á RÚV á meðan ég var fréttastjóri Sjónvarpsins. Kostir hennar sem fagmanneskju eru síst oftaldir í pistli Guðfinns. María Sigrún er afskapleg hugmyndaríkur og vandvirkur fréttamaður sem aldrei fellur verk úr hendi. Þar að auki er hún úrvals fréttamaður í allri framkomu á skjánum sem og fréttaþulur af bestu gerð. Allt tal um annað eru rangindi gagnvart einum vandaðasta og besta fréttamanni á Íslandi.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira