Íslenski miðherjinn byrjaði leikinn fyrir Bilbao og stóð sig með prýði. Skoraði hann 10 stig og tók 7 fráköst. Enginn á vellinum tók fleiri fráköst.
Tryggvi Snær hafi vakið mikla athygli nýverið á Spáni vegna heimildarmyndar með hann í aðalhlutverki. Var hún sýnd á Spáni á dögunum.
Það er ljóst að forsýning myndarinnar hafði ekki mikil áhrif á frammistöðu Tryggva og hélt hann áfram að spila vel í kvöld. Bilbao hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar og situr liðið sem stendur í 11. sæti af 18 með 13 sigra og 18 töp.