Ákærður fyrir að slá barn sitt með blautu handklæði Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 11:36 Gjert Ingebrigtsen er pabbi eins allra besta hlaupara heims í dag, Jakobs Ingebrigtsen, sem síðasta haust greindi frá ofbeldi föður síns. EPA/Getty Á meðan að norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen býr sig undir að verja ólympíumeistaratitil sinn í 1.500 metra hlaupi í sumar hefur pabbi hans, Gjert Ingebrigtsen, verið ákærður fyrir ofbeldi gegn einu barna sinna. Saksóknari greindi frá þessu í dag en lögregla hóf rannsókn eftir að hlaupabræðurnir þrír; Jakob, Henrik og Filip, stigu fram í október síðastliðnum og sökuðu föður sinn um heimilisofbeldi. Pabbinn var auk þess áður þjálfari þeirra. Ofbeldi gegn yngra systkini „Við ólumst upp við mjög agressívan og stjórnsaman föður, sem notaði líkamlegt ofbeldi og hótanir í uppeldi okkar. Við finnum enn fyrir óþægindum og þeim ótta sem við höfum fundið frá barnæsku,“ skrifuðu bræðurnir í grein í norska miðlinum VG í október. Samkvæmt frétt VG í dag er Gjert Ingebrigtsen hins vegar ekki ákærður fyrir ofbeldi gegn bræðrunum heldur fyrir ofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Hann á meðal annars að hafa notað blautt handklæði í því ofbeldi og á það að hafa gerst í janúar 2022, sem leiddi til þess að bræðurnir þrír slitu öllu samstarfi við pabba sinn. The father of the Norwegian middle-distance running sensation Jakob Ingebrigtsen has been charged with physically abusing one of his children, with an allegation of using a wet towel to beat the child.Read the full story below 🔽 https://t.co/NDD509kExI— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2024 Pabbanum mun vera gefið að sök að hafa beitt ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, yfir fjögurra ára tímabil, frá 2018 til 2022. Sex mál látin niður falla Sex önnur mál voru látin niður falla, þar af fimm vegna skorts á sönnunargögnum og eitt vegna þess að of langur tími var liðinn frá meintu broti. Lögmaður Gjert Ingebrigtsen sagði við AFP í dag að hann neitaði allri sök. Af hlaupabræðrunum þremur er Jakob yngstur, 23 ára, og sigursælastur en hann hefur orðið heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi í tvígang og unnið ólympíugull í 1.500 metra hlaupi. Henrik, 33 ára, og Filip, 31 árs, unnu Evrópumeistaratitla í 1.500 metra hlaupi árin 2012 og 2016. Eftir að synirnir ráku Gjert tók hann að sér þjálfun annars hlaupara, Narve Gilje Nordas, en norska ólympíunefndin hefur tilkynnt að Gjert muni ekki fá aðgang að Ólympíuleikunum í sumar, rétt eins og á HM í fyrra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Saksóknari greindi frá þessu í dag en lögregla hóf rannsókn eftir að hlaupabræðurnir þrír; Jakob, Henrik og Filip, stigu fram í október síðastliðnum og sökuðu föður sinn um heimilisofbeldi. Pabbinn var auk þess áður þjálfari þeirra. Ofbeldi gegn yngra systkini „Við ólumst upp við mjög agressívan og stjórnsaman föður, sem notaði líkamlegt ofbeldi og hótanir í uppeldi okkar. Við finnum enn fyrir óþægindum og þeim ótta sem við höfum fundið frá barnæsku,“ skrifuðu bræðurnir í grein í norska miðlinum VG í október. Samkvæmt frétt VG í dag er Gjert Ingebrigtsen hins vegar ekki ákærður fyrir ofbeldi gegn bræðrunum heldur fyrir ofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Hann á meðal annars að hafa notað blautt handklæði í því ofbeldi og á það að hafa gerst í janúar 2022, sem leiddi til þess að bræðurnir þrír slitu öllu samstarfi við pabba sinn. The father of the Norwegian middle-distance running sensation Jakob Ingebrigtsen has been charged with physically abusing one of his children, with an allegation of using a wet towel to beat the child.Read the full story below 🔽 https://t.co/NDD509kExI— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2024 Pabbanum mun vera gefið að sök að hafa beitt ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, yfir fjögurra ára tímabil, frá 2018 til 2022. Sex mál látin niður falla Sex önnur mál voru látin niður falla, þar af fimm vegna skorts á sönnunargögnum og eitt vegna þess að of langur tími var liðinn frá meintu broti. Lögmaður Gjert Ingebrigtsen sagði við AFP í dag að hann neitaði allri sök. Af hlaupabræðrunum þremur er Jakob yngstur, 23 ára, og sigursælastur en hann hefur orðið heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi í tvígang og unnið ólympíugull í 1.500 metra hlaupi. Henrik, 33 ára, og Filip, 31 árs, unnu Evrópumeistaratitla í 1.500 metra hlaupi árin 2012 og 2016. Eftir að synirnir ráku Gjert tók hann að sér þjálfun annars hlaupara, Narve Gilje Nordas, en norska ólympíunefndin hefur tilkynnt að Gjert muni ekki fá aðgang að Ólympíuleikunum í sumar, rétt eins og á HM í fyrra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira