Frá þessu greina fjölmiðlar á borð við The Athletic, The Telegraph og fleiri. Þar segir að þó Man United stefni ekki á að selja hinn 26 ára gamla Rashford þá sé það tilbúið að hlusta ef nægilega góð tilboð berast.
EXCL #MUFC prepared to listen to offers for majority of 1st team squad bar rising stars like Mainoo/Garnacho/Hojlund. Ready to adopt ultra flexible approach to window. Won’t actively look to sell likes of Rashford but will give real considerable to offers https://t.co/uDi4ybUgy5
— James Ducker (@TelegraphDucker) April 29, 2024
Rashford hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni líkt og svo margir aðrir leikmenn liðsins. Hann skrifaði hins vegar undir nýjan fimm ára samning síðasta sumar og er samningsbundinn félaginu til 2028.
Í frétt The Telegraph kemur fram að allir leikmenn liðsins séu falir fyrir rétt verð ef frá eru taldir hinir ungu og efnilegu Kobbie Mainoo, Alejandro Garnacho og danski framherjinn Rasmus Højlund.
Það var vitað að þetta yrði sumar mikilla breytinga á Old Trafford en nú þegar hafa orðið gríðarlega breytingar á skrifstofu félagsins síðan Sir Jim Ratcliffe varð minnihluta eigandi í Man United.
Það stefnir í að svipaðar breytingar verði á leikmannahóp félagsins og ljóst að leikmenn eru að spila upp á framtíð sína það sem eftir lifir tímabils.