Að óbreyttu verður meðferðarstöðinni Vík og göngudeild SÁÁ lokað í sumar. Formaður SÁÁ mætir í myndver og fer yfir alvarlega stöðu. Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Við ræðum við formann Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem segir börnin þurfa að gjalda fyrir áhugaleysi stjórnvalda á málaflokknum.
Flugsamgöngur um Keflavíkurflugvöll gætu lamast í verkfallsaðgerðum í maí. Við ræðum við formann Sameykis í beinni en atkvæðagreiðsla um fyrirhugaðar aðgerðir stendur nú yfir.
Þá hittum við Írisi Ösp sem lét langþráðan draum um að fara í Disney-garðinn rætast með því að perla armbönd og selja auk þess sem við kíkjum á æfingu fyrir tónleika með lögum úr kvikmyndinni The Commitments.
Í Sportpakkanum heyrum við í dómara sem segir hefur fengið nóg af skítkasti og í Íslandi í dag fær Kristín Ólafsdóttir sér morgunkaffi með ísdrottningunni og forsetaframbjóðandanum Ásdísi Rán.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30.