Baráttan heldur áfram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. maí 2024 07:01 1. maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins – skipar sérstakan sess í hugum okkar margra. Þessi dagur er tileinkaður réttlátum kjörum launafólks, réttindum þess, aðbúnaði og svo má lengi telja. Baráttan er hvergi nærri búin, þó náðst hafi góður árangur á mörgum sviðum undanfarin ár. Afar mikilvægir kjarasamningar náðust á almennum vinnumarkaði í vor með styrkri aðkomu ríkisstjórnarinnar. Kjarasamningar til fjögurra ára eru líklegir til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og stuðningsaðgerðir stjórnvalda ýta undir félagslegan stöðugleika og betri lífskjör, ekki síst láglaunahópa og fjölskyldufólks. Verðbólga er þegar tekin að lækka og vextir fylgja vonandi brátt í kjölfarið. Stuðningsaðgerðirnar fela sem dæmi í sér að skólamáltíðir verða frá og með næsta hausti endurgjaldslausar. Það mun gagnast þúsundum foreldra í auknu ráðstöfunarfé í lok hvers mánaðar. En málið er ekki síður komið til af prinsippástæðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru taldar ein árangursríkasta leiðin til að draga úr fátækt barna og skólakerfið er eitt helsta jöfnunartæki samfélags okkar og hér beitum við því með virkum hætti. Húsnæðismál eru eitt brýnasta kjaramál almennings. Meðal stuðningsaðgerða kjarasamninga verður áframhaldandi öflug uppbygging í almenna íbúðakerfinu og húsnæðisbótakerfið eflt. Húsnæðisbætur til leigjenda munu hækka um 25% og aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betur má þó ef duga skal og á næstu árum verður að efla leigumarkaðinn til muna og fjölga þarf íbúðum sem leigðar eru út á óhagnaðardrifnum forsendum. Fleiri atriði úr kjarasamningum væri hægt að tína til. Bætt er enn í stuðning við barnafjölskyldur með hækkun fæðingarorlofs og barnabóta, en dregið verður úr tekjuskerðingum sem mun fjölga þeim foreldrum sem fá barnabætur um 10.000. Þá vil ég að lokum minna á að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins en þar er um að ræða stóra aðgerð til að draga úr fátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ég er þakklátur verkalýðshreyfingunni fyrir að hafa á undanförnum áratugum náð fram ótal mörgum réttindamálum fyrir fólkið í landinu, margt sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag. Það eru þó enn ótalmörg baráttumál framundan. Hér vil ég nefna þrennt: að halda áfram að bæta hag láglaunafólks, að útrýma launamun kynjanna og að uppræta vinnumansal í íslensku samfélagi. Ég vona að sem flest sjái sér fært að mæta í kröfugöngu. Til hamingju með verkalýðsdaginn. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
1. maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins – skipar sérstakan sess í hugum okkar margra. Þessi dagur er tileinkaður réttlátum kjörum launafólks, réttindum þess, aðbúnaði og svo má lengi telja. Baráttan er hvergi nærri búin, þó náðst hafi góður árangur á mörgum sviðum undanfarin ár. Afar mikilvægir kjarasamningar náðust á almennum vinnumarkaði í vor með styrkri aðkomu ríkisstjórnarinnar. Kjarasamningar til fjögurra ára eru líklegir til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og stuðningsaðgerðir stjórnvalda ýta undir félagslegan stöðugleika og betri lífskjör, ekki síst láglaunahópa og fjölskyldufólks. Verðbólga er þegar tekin að lækka og vextir fylgja vonandi brátt í kjölfarið. Stuðningsaðgerðirnar fela sem dæmi í sér að skólamáltíðir verða frá og með næsta hausti endurgjaldslausar. Það mun gagnast þúsundum foreldra í auknu ráðstöfunarfé í lok hvers mánaðar. En málið er ekki síður komið til af prinsippástæðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru taldar ein árangursríkasta leiðin til að draga úr fátækt barna og skólakerfið er eitt helsta jöfnunartæki samfélags okkar og hér beitum við því með virkum hætti. Húsnæðismál eru eitt brýnasta kjaramál almennings. Meðal stuðningsaðgerða kjarasamninga verður áframhaldandi öflug uppbygging í almenna íbúðakerfinu og húsnæðisbótakerfið eflt. Húsnæðisbætur til leigjenda munu hækka um 25% og aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betur má þó ef duga skal og á næstu árum verður að efla leigumarkaðinn til muna og fjölga þarf íbúðum sem leigðar eru út á óhagnaðardrifnum forsendum. Fleiri atriði úr kjarasamningum væri hægt að tína til. Bætt er enn í stuðning við barnafjölskyldur með hækkun fæðingarorlofs og barnabóta, en dregið verður úr tekjuskerðingum sem mun fjölga þeim foreldrum sem fá barnabætur um 10.000. Þá vil ég að lokum minna á að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins en þar er um að ræða stóra aðgerð til að draga úr fátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ég er þakklátur verkalýðshreyfingunni fyrir að hafa á undanförnum áratugum náð fram ótal mörgum réttindamálum fyrir fólkið í landinu, margt sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag. Það eru þó enn ótalmörg baráttumál framundan. Hér vil ég nefna þrennt: að halda áfram að bæta hag láglaunafólks, að útrýma launamun kynjanna og að uppræta vinnumansal í íslensku samfélagi. Ég vona að sem flest sjái sér fært að mæta í kröfugöngu. Til hamingju með verkalýðsdaginn. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun