Norðaustanlands verður skýjað fram yfir hádegi. Síðdegis í dag verður suðlæg átt, 3-8 m/s vestanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Á höfuborgarsvæði segir að búast megi við hægri breytilegri átt, og bjart með köflum, en sunnan 3-8 m/s og dálítil rigning á morgun. Hiti 5 til 9 stig að deginum.
Á morgun verður sunnan og suðvestan 5-13 m/s, hvassast við fjöll á Vesturlandi. Dálítil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en bjart að mestu norðaustantil. Hiti 6 til 11 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og dálítil rigning vestanlands. Bjart að mestu um austanvert landið en líkur á þokulofti við sjávarsíðuna. Hiti 1 til 9 stig.
Á föstudag:
Suðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast við suðurströndini. Víða rigning eða súld en einnig slydda norðaustantil. Hiti 2 til 9 stig.
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum, einkum vestanlands. Hiti 6 til 11 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Suðaustlæg átt og dálítil rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 4 til 14 stig, svalast austanlands.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt og rigningu, einkum sunnantil.