Búinn að skila inn undirskriftum eftir „óvenjulegan“ frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2024 11:57 Viktor Traustason telur sig hafa náð lágmarksundirskriftum. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason skilaði í morgun inn forsetaframboði sínu í annað sinn eftir að hafa fengið aukafrest til að safna meðmælum. Formaður Landskjörstjórnar segir verulega ágalla hafa verið á meðmælalistum Viktors í fyrstu atrennu. Það sé óvenjulegt að veittur sé frestur þegar ágallar eru meiriháttar, eins og í tilfelli Viktors. Viktor, ásamt 11 öðrum, skilaði inn forsetaframboði föstudaginn 26. apríl. Lágmark til framboðs er 1500 undirskriftir en aðeins 69 undirskriftir Viktors voru metnar gildar og landskjörstjórn úrskurðaði framboð hans því ógilt. Viktor kærði úrskurðinn og úrskurðarnefnd kosningamála komst að þeirri niðurstöðu í gær að taka ætti mál hans upp að nýju. Honum var í kjölfarið veittur viðbótarfrestur til þrjú í dag. „Úrskurður Landskjörstjórnar var á því byggður að það hefðu verið meiriháttar ágallar á framboðinu,“ segir Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar. Hún bendir á að úrskurðarnefndin hafi verið sammála Landskjörstjórn um að meiriháttar ágallar væru á framboði Viktors. „En úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það skipti ekki máli hversu mörg meðmæli vantaði, það skyldi ávallt veita frest til að bæta úr. Það er ekki óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru minniháttar ágallar en það er óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru meiriháttar ágallar,“ segir Kristín. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar les upp úrskurði um þrettán forsetaframboð á mánudag. Vísir/Vilhelm Viktor skilaði meðmælalistum inn í annað sinn í morgun. Hann nýtti frestinn í að fara aftur yfir undirskriftirnar sem hann safnaði á blaði og bæta við lögheimili fyrir hvern og einn. „Undirskriftirnar sem ég setti lögheimili á voru 1480 samtals. Í þokkabót var ég síðan með þessar 69 sem voru rafrænar. Þannig að þegar ég slumpaði á: Já, ég held ég sé búinn að ná, þá var ég búinn að reikna það þannig út,“ segir Viktor. Ertu vongóður? „Ég spái bara ekki alltof mikið í því.“ Landskjörstjórn fer nú yfir lista Viktors og sannreynir hvort undirskriftirnar séu gildar. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna sem þarf líka að vinna hratt, þannig að þetta er töluverð vinna að fara yfir pappírslistana, já,“ segir Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar i dag. Forsetakosningar 2024 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20 „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Viktor, ásamt 11 öðrum, skilaði inn forsetaframboði föstudaginn 26. apríl. Lágmark til framboðs er 1500 undirskriftir en aðeins 69 undirskriftir Viktors voru metnar gildar og landskjörstjórn úrskurðaði framboð hans því ógilt. Viktor kærði úrskurðinn og úrskurðarnefnd kosningamála komst að þeirri niðurstöðu í gær að taka ætti mál hans upp að nýju. Honum var í kjölfarið veittur viðbótarfrestur til þrjú í dag. „Úrskurður Landskjörstjórnar var á því byggður að það hefðu verið meiriháttar ágallar á framboðinu,“ segir Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar. Hún bendir á að úrskurðarnefndin hafi verið sammála Landskjörstjórn um að meiriháttar ágallar væru á framboði Viktors. „En úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það skipti ekki máli hversu mörg meðmæli vantaði, það skyldi ávallt veita frest til að bæta úr. Það er ekki óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru minniháttar ágallar en það er óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru meiriháttar ágallar,“ segir Kristín. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar les upp úrskurði um þrettán forsetaframboð á mánudag. Vísir/Vilhelm Viktor skilaði meðmælalistum inn í annað sinn í morgun. Hann nýtti frestinn í að fara aftur yfir undirskriftirnar sem hann safnaði á blaði og bæta við lögheimili fyrir hvern og einn. „Undirskriftirnar sem ég setti lögheimili á voru 1480 samtals. Í þokkabót var ég síðan með þessar 69 sem voru rafrænar. Þannig að þegar ég slumpaði á: Já, ég held ég sé búinn að ná, þá var ég búinn að reikna það þannig út,“ segir Viktor. Ertu vongóður? „Ég spái bara ekki alltof mikið í því.“ Landskjörstjórn fer nú yfir lista Viktors og sannreynir hvort undirskriftirnar séu gildar. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna sem þarf líka að vinna hratt, þannig að þetta er töluverð vinna að fara yfir pappírslistana, já,“ segir Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar i dag.
Forsetakosningar 2024 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20 „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20
„Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04