Gunnar um að mæta dóttur sinni: „Hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. maí 2024 21:52 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sigurinn vísir / anton brink Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík á heimavelli í 3. umferð Bestu-deildar kvenna. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var afar ánægður með sigurinn. „Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
„Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira