„Við reyndum eins og við gátum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2024 11:45 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Vísir/Ívar Fannar Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. Verkefni nefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á innviðum bæjarins í ljósi jarðhræringa á svæðinu. Nefndin heyrir undir innviðaráðherra en var stofnuð að beiðni bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Einhugur var meðal bæjarfulltrúa um að óska eftir þessari aðstoð. Reyndu hvað þau gátu Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segist líta björtum augum til framtíðar bæjarins. „Grindvíkingar eru náttúrulega þekktir fyrir seiglu og við sáum fram á það að þetta myndi lengjast, þessar hamfarir. Kannski hefðum við átt að vera búin að biðja um þessa aðstoð fyrr. En við reyndum eins og við gátum og sáum að þetta var ekki fyrir neina sveitarstjórn eða bæjarfélag að takast á við,“ segir Ásrún. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund um breytingarnar í heild sinni. Klippa: Blaðamannafundur Svandísar í heild Vegna breytinganna mun Grindavíkurbær ráðast í einhverjar uppsagnir. „Tekjustofninn, hann hefur lækkað. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin. Þannig við horfum því miður fram á einhverjar uppsagnir,“ segir Ásrún. Ekkert bæjarfélag tekist á við svona áður Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir stofnun nefndarinnar fordæmalausa í íslensku samfélagi. „Þetta er náttúrulega stærðargráða af náttúruhamförum sem við höfum ekki þurft að eiga við með kerfisbundnum hætti áður, ekki af þessari stærðargráðu. Þarna erum við að tala um heilt bæjarfélag sem er í vanda og horfist í augu við áskoranir sem ekkert bæjarfélag hefur þurft að gera með þessum hætti,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Fjármagn sem nefndin kemur til með að nota mun koma frá ríkinu. „Við gerum ráð fyrir því í þessu frumvarpi að ákvarðanir séu þá og því aðeins teknar að fjármagn liggi fyrir,“ segir Svandís. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Verkefni nefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á innviðum bæjarins í ljósi jarðhræringa á svæðinu. Nefndin heyrir undir innviðaráðherra en var stofnuð að beiðni bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Einhugur var meðal bæjarfulltrúa um að óska eftir þessari aðstoð. Reyndu hvað þau gátu Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segist líta björtum augum til framtíðar bæjarins. „Grindvíkingar eru náttúrulega þekktir fyrir seiglu og við sáum fram á það að þetta myndi lengjast, þessar hamfarir. Kannski hefðum við átt að vera búin að biðja um þessa aðstoð fyrr. En við reyndum eins og við gátum og sáum að þetta var ekki fyrir neina sveitarstjórn eða bæjarfélag að takast á við,“ segir Ásrún. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund um breytingarnar í heild sinni. Klippa: Blaðamannafundur Svandísar í heild Vegna breytinganna mun Grindavíkurbær ráðast í einhverjar uppsagnir. „Tekjustofninn, hann hefur lækkað. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin. Þannig við horfum því miður fram á einhverjar uppsagnir,“ segir Ásrún. Ekkert bæjarfélag tekist á við svona áður Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir stofnun nefndarinnar fordæmalausa í íslensku samfélagi. „Þetta er náttúrulega stærðargráða af náttúruhamförum sem við höfum ekki þurft að eiga við með kerfisbundnum hætti áður, ekki af þessari stærðargráðu. Þarna erum við að tala um heilt bæjarfélag sem er í vanda og horfist í augu við áskoranir sem ekkert bæjarfélag hefur þurft að gera með þessum hætti,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Fjármagn sem nefndin kemur til með að nota mun koma frá ríkinu. „Við gerum ráð fyrir því í þessu frumvarpi að ákvarðanir séu þá og því aðeins teknar að fjármagn liggi fyrir,“ segir Svandís.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira