Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 14:07 Halla Hrund Logadóttir hefur verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Í könnunni sem var framkvæmd fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var spurt: Hvern af eftirtöldum myndir þú kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun? Könnunin fór fram dagana 22. apríl til 3. maí 2024 og voru svarendur 1.236 talsins. Flestir sem svöruðu könnuninni, 29,4 prósent, myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Næstflestir sögðust munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða 26,8 prósen og þá mældist Baldur Þórhallsson með tæplega 20 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að hann mældist með 19,6 prósent í könnun þann 8. apríl. Hann mælist nú með tæp þrettán prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með undir fimm prósenta fylgi. Arnar Þór Jónsson mælist í könnuninni með 4,2 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir 3,7 prósenta fylgi og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,5 prósenta fylgi. Aðrir mælast með minna en eitt prósenta fylgi. Fylgi frambjóðenda meðal kynja er nokkuð jafnt nema Baldur er með talsvert meira fylgi meðal kvenna (24,4 prósent) heldur en karla (15,9 prósent). Fylgi Höllu Hrundar og Katrínar er mest hjá fólki yfir sextugu. Jón Gnarr er áfram vinsælastur meðal yngstu kjósendanna, en 25,6 prósent þeirra sem myndu kjósa hann eru á aldrinum 18 til 29 ára. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á milli aldurshópa. Katrín Jakobsdóttir sækir fylgi sitt að langmestu leyti til kjósenda Vinstri grænna eða yfir 80 prósent. Flestir þeir sem myndi kjósa Höllu Hrund myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið væri til Alþingis í dag. Þá er stuðningsfólk Baldurs líklegast til að kjósa Pírata. Í gær var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir væri efst í könnun á vegum Félagsvísindastofunnar. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í dag mælist Halla Hrund hinsvegar með langmest fylgi allra forsetaframbjóðenda eða 36 prósent. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Í könnunni sem var framkvæmd fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var spurt: Hvern af eftirtöldum myndir þú kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun? Könnunin fór fram dagana 22. apríl til 3. maí 2024 og voru svarendur 1.236 talsins. Flestir sem svöruðu könnuninni, 29,4 prósent, myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Næstflestir sögðust munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða 26,8 prósen og þá mældist Baldur Þórhallsson með tæplega 20 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að hann mældist með 19,6 prósent í könnun þann 8. apríl. Hann mælist nú með tæp þrettán prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með undir fimm prósenta fylgi. Arnar Þór Jónsson mælist í könnuninni með 4,2 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir 3,7 prósenta fylgi og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,5 prósenta fylgi. Aðrir mælast með minna en eitt prósenta fylgi. Fylgi frambjóðenda meðal kynja er nokkuð jafnt nema Baldur er með talsvert meira fylgi meðal kvenna (24,4 prósent) heldur en karla (15,9 prósent). Fylgi Höllu Hrundar og Katrínar er mest hjá fólki yfir sextugu. Jón Gnarr er áfram vinsælastur meðal yngstu kjósendanna, en 25,6 prósent þeirra sem myndu kjósa hann eru á aldrinum 18 til 29 ára. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á milli aldurshópa. Katrín Jakobsdóttir sækir fylgi sitt að langmestu leyti til kjósenda Vinstri grænna eða yfir 80 prósent. Flestir þeir sem myndi kjósa Höllu Hrund myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið væri til Alþingis í dag. Þá er stuðningsfólk Baldurs líklegast til að kjósa Pírata. Í gær var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir væri efst í könnun á vegum Félagsvísindastofunnar. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í dag mælist Halla Hrund hinsvegar með langmest fylgi allra forsetaframbjóðenda eða 36 prósent.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08