„Við gleymum okkur á veiku hliðinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 22:41 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma Vísir/Hulda Margrét Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira