Áslaug Arna mjólkar vel í fjósinu á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. maí 2024 20:07 Áslaug Arna, sem er ein af kúnum á Hvanneyri og unir sér vel þar í fjósinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúanöfn í íslenskum fjósum eru fjölbreytt og mörg þeirra mjög skemmtileg. Algeng nöfn eru eins og Skjalda, Branda, Skrauta og Blíða en í fjósinu á Hvanneyri eru ráðherranöfn vinsæl og þar stendur Áslaug Arna sig einstaklega vel í mjöltum. Myndarlegt fjós er rekið á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem kýrnar eru að skila miklum afurðum og standa sig vel á allan hátt. Þá er fjósið snyrtilegt og gaman að koma þangað inn. Allar kýrnar eru með nöfnum og líka númerum en kýrin Áslaug Arna, sem fékk nafnið sitt í höfuðið á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem er einmitt yfirmaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stendur sig vel í fjósinu. „Já, hún er hérna og mjólkar ágætlega hjá okkur blessunin. Hún er af svokölluðu dómsmálaráðherrakyni hérna í fjósinu. Hún á undan var kýr, sem hét Sigríður Ásthildur og mamma þeirra kúar hét Hanna Birna og hún á einmitt kvígu dóttur, sem heitir Jóna Gunna í höfuðið á Jóni Gunnarssyni. Þetta eru allt saman fyrrum dómsmálaráðherrar og núverandi auðvitað. Það verður að reyna að hafa gaman af þessum nöfnum líka, reyna það allavega,” segir Björn Ingi Ólafsson, fjósameistari Hvanneyrarbúsins léttur í bragði. Björn Ingi Ólafsson, sem er fjósameistari Hvanneyrarbúsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig karakter er Áslaug Arna í fjósinu? „Hún heldur sig mikið fyrir sig og er ekkert mikið fyrir að trana sér í sviðsljósið eins og kannski hefur sést, þar að segja kýrin auðvitað,” segir fjósameistarinn. En skapið í Áslaugu Örnu, hvernig er það? „Það er dagamunur á henni og hún mjólkar alveg prýðilega og svo er hún þokkalega falleg,” segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að hann bíði nú eftir einhverri fallegri kvígu, sem komi í heiminn og fá þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir í höfuðið á núverandi dómsmálaráðherra og verði þá vonandi afbragðskýr í fjósinu. Nú er verið að bíða eftir að kvíga fæðist í fjósinu, sem fær þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Grín og gaman Dýr Kýr Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Myndarlegt fjós er rekið á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem kýrnar eru að skila miklum afurðum og standa sig vel á allan hátt. Þá er fjósið snyrtilegt og gaman að koma þangað inn. Allar kýrnar eru með nöfnum og líka númerum en kýrin Áslaug Arna, sem fékk nafnið sitt í höfuðið á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem er einmitt yfirmaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stendur sig vel í fjósinu. „Já, hún er hérna og mjólkar ágætlega hjá okkur blessunin. Hún er af svokölluðu dómsmálaráðherrakyni hérna í fjósinu. Hún á undan var kýr, sem hét Sigríður Ásthildur og mamma þeirra kúar hét Hanna Birna og hún á einmitt kvígu dóttur, sem heitir Jóna Gunna í höfuðið á Jóni Gunnarssyni. Þetta eru allt saman fyrrum dómsmálaráðherrar og núverandi auðvitað. Það verður að reyna að hafa gaman af þessum nöfnum líka, reyna það allavega,” segir Björn Ingi Ólafsson, fjósameistari Hvanneyrarbúsins léttur í bragði. Björn Ingi Ólafsson, sem er fjósameistari Hvanneyrarbúsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig karakter er Áslaug Arna í fjósinu? „Hún heldur sig mikið fyrir sig og er ekkert mikið fyrir að trana sér í sviðsljósið eins og kannski hefur sést, þar að segja kýrin auðvitað,” segir fjósameistarinn. En skapið í Áslaugu Örnu, hvernig er það? „Það er dagamunur á henni og hún mjólkar alveg prýðilega og svo er hún þokkalega falleg,” segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að hann bíði nú eftir einhverri fallegri kvígu, sem komi í heiminn og fá þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir í höfuðið á núverandi dómsmálaráðherra og verði þá vonandi afbragðskýr í fjósinu. Nú er verið að bíða eftir að kvíga fæðist í fjósinu, sem fær þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Grín og gaman Dýr Kýr Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira