Stærsta loftslagsráðstefna í heimi Nótt Thorberg skrifar 6. maí 2024 09:16 Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna er stærsti viðburður í heiminum þar sem fjallað er um loftslagsmál. Flestum er þessi vettvangur kunnugur sem samningavettvangur aðildarríkja að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Það sem færri þekkja er að á meðan að á samningaviðræðum aðildarríkjanna stendur fer þar fram stærsta loftslagsráðstefna heims á sama stað. Á COP28 í Dubai voru gestir ráðstefnunnar hátt í 100 þúsund. Það er staðreynd að loftslagsráðstefnan er nú orðin fjölsóttari en samningavettvangur aðildarríkjanna. Ráðstefnuna sækja auk stjórnvalda, meðal annars vísinda- og fræðasamfélagið, alþjóðastofnanir, fjárfestar, frumkvöðlar, atvinnugreinar, fyrirtæki og hagmunasamtök. Dagskráin er fjölbreytt, skálar og hliðarviðburðir margir. Raunar er sýningarsvæðið af þeirri stærðargráðu að jafnvel þægilegustu strigaskór geta brugðist ráðstefnugestum. En upp úr stendur þverfaglegt og lausnamiðað samtal um leiðirnar að kolefnihlutlausri og sjálfbærri framtíð. Þessi þróun þykir jákvæð því það er til lítils að setja markmið um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5° C ef raunverulegar aðgerðir fylgja ekki eftir. Það þarf að snúa við blaði á örfáum árum og búa til betri heim fyrir alla. Umbreytingin er risavaxin og hún kallar á nýja hugsun – nýja nálgun og aðkomu allra. Raunar hefur heimsbyggðin aldrei staðið frammi fyrir jafnstórri sameiginlegri áskorun. Leita þarf allra lausna til að hraða þróun í átt að grænni og sjálfbærri framtíð jarðar. Hér gegnir atvinnulífið lykilhlutverki enda skiptir aðkoma atvinnulífsins sköpum í þeim umskiptum sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnvöld hafa sett sér markmið og geta með réttum hvötum og góðum stuðningi stuðlað að hröðun umskiptanna. En innleiðing þeirra lausnanna eru að miklu leyti á herðum fyrirtækjanna og samfélagsins. Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs, þvert á landamæri, er því lykilforsenda árangurs. Ísland hefur náð lengra en flestar þjóðir á sviði grænnar umbreytingar og orkuskipta. Við búum yfir einstöku orkukerfi og okkur hefur auðnast að nýta auðlindir Íslands á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Á vettvangi Loftslagsráðstefnunnar gefst einstakt tækifæri til að vekja athygli á framlagi íslands til loftslagsmála. Ísland er fyrirmynd og við höfum mikilvægri sögu að miðla sem veitt getur innblástur og komið á framfæri íslenskum lausnum sem gagnast geta öðrum þjóðum í þeirra vegferð. Þar má líka fá yfirsýn á þróun mála með því að leggja við hlustir, sækja dýrmæta þekkingu og efla tengsl og samstarf á alþjóðavettvangi sem stuðlað getur að nýjum tækifærum og hraðað vinnu í átt að kolefnishlutlausu Íslandi. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld og atvinnulíf taki höndum saman og láti rödd Íslands heyrast. Með samstilltu átaki á þessum mikilvæga vettvangi má ná fram að auknu samtali og samstarfi, hraða vinnu hér heima og nýta þau tækifæri sem felast í grænu umbreytingunni. Fyrir ísland og heiminn allan. Opinn kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Verið öll velkomin. Nánari upplýsingar um þátttöku atvinnulífsins á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna má finna á heimasíðu Grænvangs. Fyrirtækin sem taka þátt í ráðstefnunni standa sjálf straum að öllum þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku þeirra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun