Endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir síðustu pylsuna Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 22:13 Óskar Mikael pylsusali í hlutverki Jesú Krists. Vísir/Arnar Nemendur við Listaháskóla Íslands ráku endahnút á áralanga hefð í dag. Þá fengu þau sér sína hundruðustu, og jafnframt síðustu, pylsu sem nemendur skólans. Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists. Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists.
Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira