Van Dijk vill hjálpa til við að skrifa næsta kafla Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 19:30 Van Dijk elskar Liverpool og vill vera áfram hjá félaginu. Joe Prior/Getty Images Hollenski miðvörðurinn Virgil Van Dijk vill hjálpa að skrifa næsta kafla í sögu knattspyrnufélagsins Liverpool. Hann er sem stendur fyrirliði liðsins og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira