„Síðasti naglinn í kistu Ten Hag“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 09:01 Erik ten Hag hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United síðustu tvö ár. Getty/Sebastian Frej Erik ten Hag stýrir Manchester United í bikarúrslitaleik gegn Manchester City 25. maí en það gæti jafnframt orðið síðasti leikurinn hans sem stjóri United. Sparkspekingar hafa að minnsta kosti ekki sparað stóru orðin eftir 4-0 skellinn sem United fékk gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Liðið hefur nú tapað 13 leikjum í deildinni í vetur og aldrei tapað fleirum frá því að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. United er auk þess í 8. sæti, eftir að hafa aldrei endað neðar en í 7. sæti úrvalsdeildarinnar, og markatala liðsins er í mínus þegar liðið á aðeins þrjá deildarleiki eftir. Man Utd's alarming stats, after the 4-0 defeat at Palace (via BBC).The list of players they should keep is shorter than the one of players they need to cull. Ten Hag is also doomed by these numbers.... pic.twitter.com/SJabvXf920— Paul Hayward (@_PaulHayward) May 7, 2024 „Manni leið eins og að þetta væri síðasti naglinn í kistuna,“ sagði Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, við Premier League Productions. „Það virtist skorta þekkingu hjá liðinu, og það skorti vinnusemi sem hljóta að vera mestu vonbrigðin,“ sagði Scholes sem núna efast um að Ten Hag fái að halda áfram, en Hollendingurinn er að ljúka sínu öðru ári með United. „Ég hef haldið að hann fengi annað ár og gæti unnið fyrir félag sem hefur róast aðeins með innkomu nýrra eigenda, en tilfinningin er önnur núna,“ sagði Scholes. Sjálfur telur Ten Hag að hann hafi enn nóg fram að færa: „Ég er klárlega rétti stjórinn til að rétta gengið við. Ef að réttu leikmennirnir geta spilað þá erum við með góðan hóp. En þegar það vantar nánast alla varnarlínuna okkar þá lendum við í vandræðum.“ 🔴 Erik ten Hag: "Absolutely, I am the right manager to turn things around"."If the right players are available then we have a good squad. But when we miss almost our entire backline then we have problems". pic.twitter.com/7yc7hz3KlY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024 Michael Owen, sem lék með United á árunum 2009-12, vill hins vegar að eigendur United taki einfaldlega strax í taumana og láti Ten Hag fara. „Það má einfaldlega ekki gerast að hann stýri liðinu áfram á næstu leiktíð. Ég velti fyrir mér, því það er svo margt í húfi þó það séu bara fjórir leikir eftir af tímabilinu, hvort að stjórnin þurfi ekki að gera eitthvað hérna og vera róttæk í því,“ sagði Owen. United á eftir deildarleiki við Arsenal, Newcastle og Brighton, í baráttu sinni um Evrópusæti, en gæti einnig tryggt sig inn í Evrópudeildina með sigri á City í bikarúrslitaleiknum. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Sparkspekingar hafa að minnsta kosti ekki sparað stóru orðin eftir 4-0 skellinn sem United fékk gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Liðið hefur nú tapað 13 leikjum í deildinni í vetur og aldrei tapað fleirum frá því að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. United er auk þess í 8. sæti, eftir að hafa aldrei endað neðar en í 7. sæti úrvalsdeildarinnar, og markatala liðsins er í mínus þegar liðið á aðeins þrjá deildarleiki eftir. Man Utd's alarming stats, after the 4-0 defeat at Palace (via BBC).The list of players they should keep is shorter than the one of players they need to cull. Ten Hag is also doomed by these numbers.... pic.twitter.com/SJabvXf920— Paul Hayward (@_PaulHayward) May 7, 2024 „Manni leið eins og að þetta væri síðasti naglinn í kistuna,“ sagði Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, við Premier League Productions. „Það virtist skorta þekkingu hjá liðinu, og það skorti vinnusemi sem hljóta að vera mestu vonbrigðin,“ sagði Scholes sem núna efast um að Ten Hag fái að halda áfram, en Hollendingurinn er að ljúka sínu öðru ári með United. „Ég hef haldið að hann fengi annað ár og gæti unnið fyrir félag sem hefur róast aðeins með innkomu nýrra eigenda, en tilfinningin er önnur núna,“ sagði Scholes. Sjálfur telur Ten Hag að hann hafi enn nóg fram að færa: „Ég er klárlega rétti stjórinn til að rétta gengið við. Ef að réttu leikmennirnir geta spilað þá erum við með góðan hóp. En þegar það vantar nánast alla varnarlínuna okkar þá lendum við í vandræðum.“ 🔴 Erik ten Hag: "Absolutely, I am the right manager to turn things around"."If the right players are available then we have a good squad. But when we miss almost our entire backline then we have problems". pic.twitter.com/7yc7hz3KlY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024 Michael Owen, sem lék með United á árunum 2009-12, vill hins vegar að eigendur United taki einfaldlega strax í taumana og láti Ten Hag fara. „Það má einfaldlega ekki gerast að hann stýri liðinu áfram á næstu leiktíð. Ég velti fyrir mér, því það er svo margt í húfi þó það séu bara fjórir leikir eftir af tímabilinu, hvort að stjórnin þurfi ekki að gera eitthvað hérna og vera róttæk í því,“ sagði Owen. United á eftir deildarleiki við Arsenal, Newcastle og Brighton, í baráttu sinni um Evrópusæti, en gæti einnig tryggt sig inn í Evrópudeildina með sigri á City í bikarúrslitaleiknum.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira