Segja „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2024 12:23 María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona hjá RÚV, og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. RÚV/Vísir/Egill Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefur sent frá sér athugasemdir vegna þess sem borgaryfirvöld kalla „alvarlegar staðreyndavillur“ í umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög. Villurnar snúi meðal annars að meintri leynd og verðmati á byggingarrétti. Í gær fór innslag fréttakonunnar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um samninga sem Reykjavíkurborg gerði við olíufélögin árið 2021 í loftið. Innslagið átti upphaflega að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik en fór ekki í loftið þar og í kjölfar þess var Maríu Sigrúnu vikið úr ritstjórnarteymi þáttarins. Fyrrverandi fulltrúar ósáttir Innslagið var sýnt í Kastljósi í gærkvöldi. Kom þar meðal annars fram að þáverandi oddviti Sjálfstæðismanna, Eyþór Arnalds, hafi fundist afgreiðslu málsins óeðlilega og að þarna hafi stórt mál verið afgreitt fyrir luktum dyrum. Vinnubrögð borgarstjórnar voru gagnrýnd verulega. Þá sagði Vigdís Hauksdóttir sem þá var borgarfulltrúi Miðflokksins að það hafi verið ótrúlegt að málið hafi náð í gegn en hún gerði miklar athugasemdir við viðskiptin á sínum tíma. Olíufélögin hafi fengið allt sem þau vildu. Verðmat byggingarréttar ofmetið Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í innslaginu hafi verið alvarlegar staðreyndavillur um samningana, þar á meðal um fjölda íbúða sem reisa átti í fyrsta áfanga samninganna. Í innslaginu kom fram að þær væru sjö hundruð talsins. Þvert á móti væri fjöldinn nær 450. Þá hafi verðmæti byggingaréttar verið ofmetið. „Þar er aftur verið að gefa sér mun meira byggingarmagn heldur en líklegt er að verði samþykkt í deiliskipulagsferli sem er grundvöllur þess að endanlegir samningar verði gerðir. Reykjavíkurborg mótmælti þessum útreikningi um að verðmæti byggingaréttar á þessum lóðum séu um 10 milljarðar en ekki var tekið tillit til þess í umfjöllun Kastljóss. Einnig er ekki tekið tillit til kostnaðar olíufélaganna við uppbygginguna svo sem hreinsun jarðvegs og að fjarlægja byggingar sem fyrir eru á lóðunum og þá er ekki heldur tekið tillit til þess að á lóðunum er fyrir ábatasamur rekstur fyrir olíufélögin sem verða af tekjum vegna breytinganna,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt upplýsingum frá Klasa sé verðmat á virði byggingarréttar á lóðum sem áður voru bensínstöðvar undir þriðjungi af þeirri upphæð sem nefnd var sem dæmi í Kastljósi. „Þannig er byggingarréttur fyrir stóra lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og önnur við Tjarnarvelli í Hafnarfirði stærsti hluti þeirra 3,9 milljarða sem nefndir eru í þættinum sem dæmi um gróða olíufélaga af þessum viðskiptum. Þetta eru ekki bensínstöðvalóðir. Hagar meta verðmæti byggingarréttar vegna þriggja bensínstöðvalóða ásamt inneign gatnagerðargjalda og önnur réttindi á um 1,2 milljarð króna en ekki 3,9 milljarða eins og haldið var fram í Kastljósi,“ segir í tilkynningunni. Engin leynd Í þættinum hafi ítrekað verið gefið til kynna að leynd hvíldi yfir gögnum í þessu máli eða að gögn hafi verið sett fram á sumarleyfistíma. „Rétt er að ítreka að í fundargerðum borgarráðs er að finna ítarleg gögn, skýrslur og stefnur þar sem fjallað er um aðdraganda málsins auk þess sem birtar eru áfangaskýrslur og allir samningar. Þá var farið yfir stöðuna á þeirri vinnu að stuðla að fækkun bensínstöðva í borginni og allri samningagerð í borgarráði 17. nóvember 2022 og var kynningin birt í opinberum fundargerðum á vef Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni. Fjölmiðlar Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Ríkisútvarpið Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir María Sigrún látin fara úr Kveik Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. 26. apríl 2024 12:04 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. 29. apríl 2024 23:27 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Í gær fór innslag fréttakonunnar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um samninga sem Reykjavíkurborg gerði við olíufélögin árið 2021 í loftið. Innslagið átti upphaflega að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik en fór ekki í loftið þar og í kjölfar þess var Maríu Sigrúnu vikið úr ritstjórnarteymi þáttarins. Fyrrverandi fulltrúar ósáttir Innslagið var sýnt í Kastljósi í gærkvöldi. Kom þar meðal annars fram að þáverandi oddviti Sjálfstæðismanna, Eyþór Arnalds, hafi fundist afgreiðslu málsins óeðlilega og að þarna hafi stórt mál verið afgreitt fyrir luktum dyrum. Vinnubrögð borgarstjórnar voru gagnrýnd verulega. Þá sagði Vigdís Hauksdóttir sem þá var borgarfulltrúi Miðflokksins að það hafi verið ótrúlegt að málið hafi náð í gegn en hún gerði miklar athugasemdir við viðskiptin á sínum tíma. Olíufélögin hafi fengið allt sem þau vildu. Verðmat byggingarréttar ofmetið Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í innslaginu hafi verið alvarlegar staðreyndavillur um samningana, þar á meðal um fjölda íbúða sem reisa átti í fyrsta áfanga samninganna. Í innslaginu kom fram að þær væru sjö hundruð talsins. Þvert á móti væri fjöldinn nær 450. Þá hafi verðmæti byggingaréttar verið ofmetið. „Þar er aftur verið að gefa sér mun meira byggingarmagn heldur en líklegt er að verði samþykkt í deiliskipulagsferli sem er grundvöllur þess að endanlegir samningar verði gerðir. Reykjavíkurborg mótmælti þessum útreikningi um að verðmæti byggingaréttar á þessum lóðum séu um 10 milljarðar en ekki var tekið tillit til þess í umfjöllun Kastljóss. Einnig er ekki tekið tillit til kostnaðar olíufélaganna við uppbygginguna svo sem hreinsun jarðvegs og að fjarlægja byggingar sem fyrir eru á lóðunum og þá er ekki heldur tekið tillit til þess að á lóðunum er fyrir ábatasamur rekstur fyrir olíufélögin sem verða af tekjum vegna breytinganna,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt upplýsingum frá Klasa sé verðmat á virði byggingarréttar á lóðum sem áður voru bensínstöðvar undir þriðjungi af þeirri upphæð sem nefnd var sem dæmi í Kastljósi. „Þannig er byggingarréttur fyrir stóra lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og önnur við Tjarnarvelli í Hafnarfirði stærsti hluti þeirra 3,9 milljarða sem nefndir eru í þættinum sem dæmi um gróða olíufélaga af þessum viðskiptum. Þetta eru ekki bensínstöðvalóðir. Hagar meta verðmæti byggingarréttar vegna þriggja bensínstöðvalóða ásamt inneign gatnagerðargjalda og önnur réttindi á um 1,2 milljarð króna en ekki 3,9 milljarða eins og haldið var fram í Kastljósi,“ segir í tilkynningunni. Engin leynd Í þættinum hafi ítrekað verið gefið til kynna að leynd hvíldi yfir gögnum í þessu máli eða að gögn hafi verið sett fram á sumarleyfistíma. „Rétt er að ítreka að í fundargerðum borgarráðs er að finna ítarleg gögn, skýrslur og stefnur þar sem fjallað er um aðdraganda málsins auk þess sem birtar eru áfangaskýrslur og allir samningar. Þá var farið yfir stöðuna á þeirri vinnu að stuðla að fækkun bensínstöðva í borginni og allri samningagerð í borgarráði 17. nóvember 2022 og var kynningin birt í opinberum fundargerðum á vef Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Ríkisútvarpið Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir María Sigrún látin fara úr Kveik Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. 26. apríl 2024 12:04 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. 29. apríl 2024 23:27 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
María Sigrún látin fara úr Kveik Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. 26. apríl 2024 12:04
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24
Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. 29. apríl 2024 23:27