Ræktar 95 tegundir af túlípönum í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2024 20:04 Gísli er stærsti túlípanaræktandi landsins með sínu fólki í Dalsgarði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Túlípanar eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli til tækifærisgjafa eða bara til að hafa heima á stofuborðinu. Í gróðrarstöð í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 mismunandi tegundir af túlípönum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mæðradagurinn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mæðradagurinn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira