Undirbúa hópuppsögn hjá Grindavíkurbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2024 16:34 Fannari Jónassyni hefur verið gert að hefja undirbúning og samráð við hagaðila um hópuppsögn starfsmanna Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. Frá þessu er greint í tilkynningu frá bænum. Þar kemur ekki fram hversu mörgum verður sagt upp eða hvað þau vinni við hjá bænum. Þar kemur þó fram að á undanförnum sex mánuðum hafi forsendur fyrir rekstri sveitarfélagsins gjörbreyst. Stór hluti Grindvíkinga sé fluttur í önnur sveitarfélög, sumir tímabundið en aðrir varanlega. Þá blasi við frekari íbúafækkun með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæjarsjóð þar sem bæði útvarpstekjur og fasteignaskattar lækki verulegu með uppkaupum Þórkötlu fasteignafélags. Óumflýjanleg aðgerð Í tilkynningu bæjarins segir að launagreiðslur séu langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins eða um 50 prósent af tekjum bæjarins. „Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Það losi bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu en það verði að ráðast af aðstæðum hverju sinni hver hún fer. Einnig ríki á þeim skylda að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja gjaldhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma. „Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdanefnd tekur til starfa Greint var frá því í síðustu viku að koma ætti á fót framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Frumvarp þess efnis liggur á þinginu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá bænum. Þar kemur ekki fram hversu mörgum verður sagt upp eða hvað þau vinni við hjá bænum. Þar kemur þó fram að á undanförnum sex mánuðum hafi forsendur fyrir rekstri sveitarfélagsins gjörbreyst. Stór hluti Grindvíkinga sé fluttur í önnur sveitarfélög, sumir tímabundið en aðrir varanlega. Þá blasi við frekari íbúafækkun með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæjarsjóð þar sem bæði útvarpstekjur og fasteignaskattar lækki verulegu með uppkaupum Þórkötlu fasteignafélags. Óumflýjanleg aðgerð Í tilkynningu bæjarins segir að launagreiðslur séu langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins eða um 50 prósent af tekjum bæjarins. „Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Það losi bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu en það verði að ráðast af aðstæðum hverju sinni hver hún fer. Einnig ríki á þeim skylda að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja gjaldhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma. „Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdanefnd tekur til starfa Greint var frá því í síðustu viku að koma ætti á fót framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Frumvarp þess efnis liggur á þinginu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45