Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 07:48 Stjórn Íslensku óperunnar. ÍÓ Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. Þetta segir í umsögn stjórnar Íslensku óperunnar um frumvarp um stofnun Þjóðaróperu. Stjórnin gerir margar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda og segir meðal annars að frumvarpið sé „með svo nniklum ágöllum um markmið, tilgang, ávinning, stjórnun, fyrirkomulag og framkvæmd 3ð stjórn íslensku óperunnar telur nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir og mæla með þvÍ að það verði ekki samþykkt nema með verulegum breytingum“. Í athugasemdun stjórnarinnar segir meðal annars að það sé „úrelt 19. aldar hugmynd“ að færa meginhluta óperustarfsemi á Íslandi undir beina stýringu ríkisins og ráðherra. „Notkun orðsins „þjóðarópera“ virðist helst til skrauts,“ segir í umsögninni. Hvergi sé að finna listræn eða fagleg markmið. Þó sé skýrt markmið að auka verulega fastan kostnað og þrefalda hann með 24 nýjum stöðugildum. Sjálfstæði sé fórnað og „snúið 44 ár aftur í tímann“ með því að gera óperuna að deild í Þjóðleikhúsinu og setja hana undir vald ráðherra. Stjórnin segir að til standi að þrefalda kostnað ríkisins án þess að greina ábátann og þá liggi ekki fyrir greining á stöðu óperunnar á Íslandi. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að fella starf Þjóðaróperu undir Þjóðleikhúsið. „Erfitt er að átta sig á röksemdum fyrir því að Þjóðarópera skuli vera hluti af Þjóðleikhúsinu. Ekki er sýnt fram á listrænan ávinning, fjárhagslegan sparnað eða aukna framleiðni. Yfirbygging verður í besta falli sú sama í versta falli meiri. Helst er að sjá að með þessu strykist barátta Þjóðleikhússins fyrir viðbyggingu, svo kölluðum svörtum kassa,“ segir stjórnin í umsögninni. Stjórnin leggur fram nokkrar tillögur, sem miða að því að fallið verði frá stofnun Þjóðaróperu og breytingar gerðar á rekstri Íslensku óperunnar. Umsögn stjórnar Íslensku óperunnar. Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta segir í umsögn stjórnar Íslensku óperunnar um frumvarp um stofnun Þjóðaróperu. Stjórnin gerir margar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda og segir meðal annars að frumvarpið sé „með svo nniklum ágöllum um markmið, tilgang, ávinning, stjórnun, fyrirkomulag og framkvæmd 3ð stjórn íslensku óperunnar telur nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir og mæla með þvÍ að það verði ekki samþykkt nema með verulegum breytingum“. Í athugasemdun stjórnarinnar segir meðal annars að það sé „úrelt 19. aldar hugmynd“ að færa meginhluta óperustarfsemi á Íslandi undir beina stýringu ríkisins og ráðherra. „Notkun orðsins „þjóðarópera“ virðist helst til skrauts,“ segir í umsögninni. Hvergi sé að finna listræn eða fagleg markmið. Þó sé skýrt markmið að auka verulega fastan kostnað og þrefalda hann með 24 nýjum stöðugildum. Sjálfstæði sé fórnað og „snúið 44 ár aftur í tímann“ með því að gera óperuna að deild í Þjóðleikhúsinu og setja hana undir vald ráðherra. Stjórnin segir að til standi að þrefalda kostnað ríkisins án þess að greina ábátann og þá liggi ekki fyrir greining á stöðu óperunnar á Íslandi. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að fella starf Þjóðaróperu undir Þjóðleikhúsið. „Erfitt er að átta sig á röksemdum fyrir því að Þjóðarópera skuli vera hluti af Þjóðleikhúsinu. Ekki er sýnt fram á listrænan ávinning, fjárhagslegan sparnað eða aukna framleiðni. Yfirbygging verður í besta falli sú sama í versta falli meiri. Helst er að sjá að með þessu strykist barátta Þjóðleikhússins fyrir viðbyggingu, svo kölluðum svörtum kassa,“ segir stjórnin í umsögninni. Stjórnin leggur fram nokkrar tillögur, sem miða að því að fallið verði frá stofnun Þjóðaróperu og breytingar gerðar á rekstri Íslensku óperunnar. Umsögn stjórnar Íslensku óperunnar.
Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira