Könnunin var framkvæmd dagana 2.-8. maí á netinu. Svarendur voru 816 talsins. Á eftir þríeykinu á toppnum koma Jón Gnarr með þrettán prósent, Arnar Þór Jónsson með 4,5 prósent, Halla Tómasdóttir með 4,1 prósent fylgi, Viktor Traustason með tvö prósent fylgi og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 1,1 prósent fylgi. Aðrir mælast með undir eitt prósent fylgi.
![](https://www.visir.is/i/4E15B0E09B87F22BA0888C6217286D5992253B1CACAA2F644FD7D7FC383C071C_713x0.jpg)
Halla Hrund er vinsælust hjá körlum en Baldur hjá konum. Katrín sækir fylgi sitt nokkuð jafnt til beggja kynja. Fólk eldra en 55 ára er hrifnast að Höllu, fólk á aldrinum 35-54 ára vill fá Katrínu en þeir sem eru 18-34 ára vilja helst fá Baldur.
Í könnuninni var fólk spurt hvern það myndi kjósa ef þeirra uppáhaldsframbjóðandi væri ekki í framboði. Efst eru Baldur og Halla Hrund með 19,7 og 19,2 prósent. Næst á eftir kemur Halla Tómasdóttir með 17,1 prósent, svo Jón Gnarr með 14,5 prósent og Katrín Jakobsdóttir með 11,8 prósent. Aðrir eru með undir fimm prósent.
![](https://www.visir.is/i/4EE327BECE76000A320F2134F810AE3DD61AC45212E6723F6008DAC0B1C0FF6D_713x0.jpg)
Þeir sem ætla að kjósa Höllu Hrund setja Baldur í annað sætið, þeir sem kjósa Baldur setja Höllu Hrund í annað sætið en þeir sem kjósa Katrínu vilja helst fá Höllu Tómasdóttur.