„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2024 13:08 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðstæður á Litla-Hrauni séu þess eðlis að ekki sé hægt að tryggja öryggi fanga. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30