Sá besti ekki búinn að segja sitt síðasta orð Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 09:28 Nikola Jokic sækir gegn Naz Reid í Minneapolis í nótt. AP/Abbie Parr Nikola Jokic var í aðalhlutverki þegar meistarar Denver Nuggets náðu sínum fyrsta sigri í einvíginu við Minnesota Timberwolves með 117-90 sigri í nótt. Indiana Pacers minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við New York Knicks. Með sigrinum í nótt minnkaði Denver muninn í 2-1 í einvígi sínu við Minnesota, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Michael Malone, þjálfari Denver, nýtti sér það að margir virtust telja að Denver væri búið að vera, til að hvetja sína menn áfram, og það virtist duga vel. "I had an edit made... of every talking head in this country saying that the series is over, the Nuggets are done, it's a wrap. ... If that doesn’t resonate within you as a competitor I don’t know what will.”Coach Malone's message entering Game 3 🔊 pic.twitter.com/4M9xzkfMCc— NBA TV (@NBATV) May 11, 2024 Jokic var í vikunni valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í þriðja sinn og fagnaði því með 24 stigum, 14 fráköstum og níu stoðsendingum. Kanadamaðurinn Jamal Murray bætti við 24 stigum. „Við spiluðum mikið einfaldari leik núna. Við vorum árásargjarnari en þeir. Ég held að það sé það sem breytti leiknum,“ sagði Jokic sáttur með svar Denver eftir fyrstu tvö töpin. Liðið náði mest 34 stiga forskoti í leiknum og hafði algjöra yfirburði í nótt en næsti leikur er á mánudaginn og þarf að vinna fjóra leiki. Naumur fyrsti sigur Indiana Í hinum leik gærkvöldsins náði Indiana að vinna 111-106 sigur gegn New York og forðast það að lenda 3-0 undir. Kanadamaðurinn Andrew Nembhard var óvænt hetja Pacers en hann setti niður þriggja stiga skot þegar sautján sekúndur voru eftir og kom sínum mönnum yfir. BRUNSON CLUTCH TRIPLE.NEMBHARD WITH THE ANSWER 🗣️ pic.twitter.com/lp1rTwWgWv— NBA TV (@NBATV) May 11, 2024 Tyrese Haliburton skoraði 35 stig fyrir Indiana og Donte DiVincenzo gerði slíkt hið sama fyrir New York. Indiana getur jafnað einvígið á heimavelli á sunnudaginn. NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Með sigrinum í nótt minnkaði Denver muninn í 2-1 í einvígi sínu við Minnesota, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Michael Malone, þjálfari Denver, nýtti sér það að margir virtust telja að Denver væri búið að vera, til að hvetja sína menn áfram, og það virtist duga vel. "I had an edit made... of every talking head in this country saying that the series is over, the Nuggets are done, it's a wrap. ... If that doesn’t resonate within you as a competitor I don’t know what will.”Coach Malone's message entering Game 3 🔊 pic.twitter.com/4M9xzkfMCc— NBA TV (@NBATV) May 11, 2024 Jokic var í vikunni valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í þriðja sinn og fagnaði því með 24 stigum, 14 fráköstum og níu stoðsendingum. Kanadamaðurinn Jamal Murray bætti við 24 stigum. „Við spiluðum mikið einfaldari leik núna. Við vorum árásargjarnari en þeir. Ég held að það sé það sem breytti leiknum,“ sagði Jokic sáttur með svar Denver eftir fyrstu tvö töpin. Liðið náði mest 34 stiga forskoti í leiknum og hafði algjöra yfirburði í nótt en næsti leikur er á mánudaginn og þarf að vinna fjóra leiki. Naumur fyrsti sigur Indiana Í hinum leik gærkvöldsins náði Indiana að vinna 111-106 sigur gegn New York og forðast það að lenda 3-0 undir. Kanadamaðurinn Andrew Nembhard var óvænt hetja Pacers en hann setti niður þriggja stiga skot þegar sautján sekúndur voru eftir og kom sínum mönnum yfir. BRUNSON CLUTCH TRIPLE.NEMBHARD WITH THE ANSWER 🗣️ pic.twitter.com/lp1rTwWgWv— NBA TV (@NBATV) May 11, 2024 Tyrese Haliburton skoraði 35 stig fyrir Indiana og Donte DiVincenzo gerði slíkt hið sama fyrir New York. Indiana getur jafnað einvígið á heimavelli á sunnudaginn.
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum