Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2024 10:40 Joost Klein á sviði í Malmö á fimmtudaginn. EBU/Corinne Cumming Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. Áður var talað um að upptaka af framkomu Klein á fimmtudaginn yrði spiluð í kvöld en nú segja forsvarsmenn Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) að Hollendingar verði ekki með í keppninni að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í yfirlýsingu frá EBU segir að kona sem vinnur við söngvakeppnina hafi kvartað yfir Klein í kjölfar þess að hann flutti lag sitt Europapa á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð og var Klein yfirheyrður í gær. Í yfirlýsingunni segir að enginn annar tónlistarmaður komi að þessu atviki. Þar segir einnig að engin „óviðeigandi hegðun“ sé liðin þegar kemur að Eurovision. Hegðun Klein hafi verið metin sem brot á reglum keppninnar. Klein fékk ekki að taka þátt í æfingum á Eurovision í gær og voru einu útskýringar EBU þær að það væri vegna „atviks“ frá því á fimmtudaginn. Fjölmiðlar í Svíþjóð og Hollandi sögðu frá því í morgun að lögreglan hefði „ólöglegar hótanir“ í garð starfsmann söngvakeppninnar til rannsóknar. Málið væri komið á borð saksóknara í Svíþjóð og þeirra væri að ákveða hvort hann yrði ákærður. Það gæti tekið saksóknarar nokkrar vikur að taka þá ákvörðun. Hollenski miðillinn NOS hefur eftir forsvarsmönnum NPO, sambands ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands, að ákvörðunin sé mikil vonbrigði fyrir milljónir aðdáenda Eurovision í Hollandi og víðar í Evrópu. Farið verði ítarlega í saumana á atvikinu og ákvörðuninni. Forsvarsmenn AVROTROS, ríkisrekinnar stöðvar sem er aðili að NPO, segja ákvörðunina ekki vera í samræmi við hið meinta brot en lítið er vitað um það. We hebben kennis genomen van de diskwalificatie door de EBU. @AVROTROS vindt de diskwalificatie disproportioneel en is geschokt door de beslissing. We betreuren het enorm en komen er later inhoudelijk op terug. #eurovision2024 #europapa #joostklein pic.twitter.com/OBBLl2mU5x— Songfestival (@songfestival) May 11, 2024 Eurovision Holland Svíþjóð Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Áður var talað um að upptaka af framkomu Klein á fimmtudaginn yrði spiluð í kvöld en nú segja forsvarsmenn Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) að Hollendingar verði ekki með í keppninni að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í yfirlýsingu frá EBU segir að kona sem vinnur við söngvakeppnina hafi kvartað yfir Klein í kjölfar þess að hann flutti lag sitt Europapa á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð og var Klein yfirheyrður í gær. Í yfirlýsingunni segir að enginn annar tónlistarmaður komi að þessu atviki. Þar segir einnig að engin „óviðeigandi hegðun“ sé liðin þegar kemur að Eurovision. Hegðun Klein hafi verið metin sem brot á reglum keppninnar. Klein fékk ekki að taka þátt í æfingum á Eurovision í gær og voru einu útskýringar EBU þær að það væri vegna „atviks“ frá því á fimmtudaginn. Fjölmiðlar í Svíþjóð og Hollandi sögðu frá því í morgun að lögreglan hefði „ólöglegar hótanir“ í garð starfsmann söngvakeppninnar til rannsóknar. Málið væri komið á borð saksóknara í Svíþjóð og þeirra væri að ákveða hvort hann yrði ákærður. Það gæti tekið saksóknarar nokkrar vikur að taka þá ákvörðun. Hollenski miðillinn NOS hefur eftir forsvarsmönnum NPO, sambands ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands, að ákvörðunin sé mikil vonbrigði fyrir milljónir aðdáenda Eurovision í Hollandi og víðar í Evrópu. Farið verði ítarlega í saumana á atvikinu og ákvörðuninni. Forsvarsmenn AVROTROS, ríkisrekinnar stöðvar sem er aðili að NPO, segja ákvörðunina ekki vera í samræmi við hið meinta brot en lítið er vitað um það. We hebben kennis genomen van de diskwalificatie door de EBU. @AVROTROS vindt de diskwalificatie disproportioneel en is geschokt door de beslissing. We betreuren het enorm en komen er later inhoudelijk op terug. #eurovision2024 #europapa #joostklein pic.twitter.com/OBBLl2mU5x— Songfestival (@songfestival) May 11, 2024
Eurovision Holland Svíþjóð Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent