„Hlutdrægni” Ríkisútvarpsins og „hnignun” íslenskunnar Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 11. maí 2024 14:00 Frá því að ég man eftir mér hefur verið uppi umræða um meinta hlutdrægni Ríkisútvarpsins í aðskiljanlegum málum og ekki hvað síst þátt þess í „hnignun” íslenskunnar. Að vísu er ég ekki nógu gamall til þess að reka minni til áranna eftir að útvarpsútsendingar hófust árið 1930 og vil ég því taka miklu yngra dæmi. Þannig háttar til að ég var fréttamaður á Ríkisútvarpinu fyrir aldarfjórðungi, þar á meðal í seinni uppreisn (Intifada) Palestínumanna. Hún hófst í september árið 2000 (og lauk 2005). Það var fyrir tíma samfélagsmiðla en ég man ekki hvað ég fékk mörg símtöl og tölvupósta frá hlustendum, þar sem ég var sakaður um að draga ýmist taum Ísraela eða Palestínumanna; skiptingin var um það vil jöfn í minningunni. Hlustendur höfðu líka mikið samband til þess að tilkynna mér að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að eyðileggja íslenskt mál. Ég man til að mynda einu sinni eftir því að hafa sagt „Sovétríkin sálugu” í lesinni frétt. Um leið og fréttatímanum lauk beið dyggur hlustandi á línunni sem tilkynnti mér að Sovétríkin hefðu ekki haft sál; því væri orðaleikur minn rangur í eðli sínu. Nú, 25 árum seinna, hefur umræðan um hlutdrægni og málspjöll Ríkisútvarpsins lítið breyst. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á íslenskunni, enda er málið lifandi. Ég held að upphrópanir um „hnignun” séu hins vegar óþarfar og ótímabærar. Það á enginn einkarétt á „réttu” máli, hvorki fréttamenn Ríkisútvarpsins né einstaka hlustendur. Ýmsir hafa tilhneigingu til að telja það mál sem þeir ólust upp við „rétt” og þar af leiðandi annað málsnið „rangt”. Málið er hins vegar miklu flóknara en það og kannski efni í aðra og lengri grein. Auðvitað hefur Ríkisútvarpið og fréttamenn þess mikil áhrif á skoðanir hlustenda sinna, sem og málvitund. Ég hygg þó að samfélagsmiðlar séu miklu áhrifameiri hvað íslenskuna varðar, fyrir nú utan skoðanamyndandi áhrif í deilumálum samtímans. Það er bara svo auðvelt að hnýta í Ríkisútvarpið og hefur alltaf verið. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég man eftir mér hefur verið uppi umræða um meinta hlutdrægni Ríkisútvarpsins í aðskiljanlegum málum og ekki hvað síst þátt þess í „hnignun” íslenskunnar. Að vísu er ég ekki nógu gamall til þess að reka minni til áranna eftir að útvarpsútsendingar hófust árið 1930 og vil ég því taka miklu yngra dæmi. Þannig háttar til að ég var fréttamaður á Ríkisútvarpinu fyrir aldarfjórðungi, þar á meðal í seinni uppreisn (Intifada) Palestínumanna. Hún hófst í september árið 2000 (og lauk 2005). Það var fyrir tíma samfélagsmiðla en ég man ekki hvað ég fékk mörg símtöl og tölvupósta frá hlustendum, þar sem ég var sakaður um að draga ýmist taum Ísraela eða Palestínumanna; skiptingin var um það vil jöfn í minningunni. Hlustendur höfðu líka mikið samband til þess að tilkynna mér að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að eyðileggja íslenskt mál. Ég man til að mynda einu sinni eftir því að hafa sagt „Sovétríkin sálugu” í lesinni frétt. Um leið og fréttatímanum lauk beið dyggur hlustandi á línunni sem tilkynnti mér að Sovétríkin hefðu ekki haft sál; því væri orðaleikur minn rangur í eðli sínu. Nú, 25 árum seinna, hefur umræðan um hlutdrægni og málspjöll Ríkisútvarpsins lítið breyst. Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á íslenskunni, enda er málið lifandi. Ég held að upphrópanir um „hnignun” séu hins vegar óþarfar og ótímabærar. Það á enginn einkarétt á „réttu” máli, hvorki fréttamenn Ríkisútvarpsins né einstaka hlustendur. Ýmsir hafa tilhneigingu til að telja það mál sem þeir ólust upp við „rétt” og þar af leiðandi annað málsnið „rangt”. Málið er hins vegar miklu flóknara en það og kannski efni í aðra og lengri grein. Auðvitað hefur Ríkisútvarpið og fréttamenn þess mikil áhrif á skoðanir hlustenda sinna, sem og málvitund. Ég hygg þó að samfélagsmiðlar séu miklu áhrifameiri hvað íslenskuna varðar, fyrir nú utan skoðanamyndandi áhrif í deilumálum samtímans. Það er bara svo auðvelt að hnýta í Ríkisútvarpið og hefur alltaf verið. Höfundur er sagnfræðingur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun