Norski stigakynnirinn hættir við Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 16:43 Alessandra Mele hefur hætt við að kynna stig Noregs í Eurovision í kvöld EBU Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa. Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02) Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02)
Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40
Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29