Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 12:04 Nemo frá Sviss fagnar sigri á Eurovision í ár. Mun færri horfðu nú en í fyrra. vísir/AP Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar. Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar.
Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira