Hvað þarf til að forseti beiti málskotsrétti? Salvör Nordal skrifar 13. maí 2024 13:31 Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun