„Heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði“ Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 15:01 Birta er búin að fá nóg þó auðvitað sé alltaf leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. BIRTA BJÖRNSDÓTTIR Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta hjá Ríkisútvarpinu, er búin að fá yfir sig nóg af glósum um brenglaða íslensku og vill bera hönd fyrir höfuð sér og kollega sinna. Birta skrifar litla grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu. Þar leggur hún út af grein eftir Völu Hafstað skáld og leiðsögumann sem vakið hefur mikla athygli. Hún hefst á þessum orðum: „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði.“ Birta segir alveg úr lausu lofti gripið að á Ríkisútvarpinu hafi verið settar reglur um útrýmingu á orðinu maður, ekki frekar en öðrum orðum. „Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. Auðvitað er leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. Það er samt ekki gaman að sitja undir ásökunum um hernað og útrýmingu svo þess vegna langaði mig að leggja nokkur orð í belg,“ segir Birta. Hún segir að vissulega beri starfsmenn RÚV þá ábyrgð að skrifa og tala góða íslensku og þá ábyrgð taki þau alvarlega. En hvernig íslensku? „Eingöngu íslensku sem samræmist skoðunum ákveðins hóps? Ekki að mínu mati. Við eigum að tala og skrifa íslensku sem endurspeglar litróf fólksins sem býr á landinu. Bæði kynhlutlaust mál, íslensku þar sem karlkynið er ráðandi, íslensku með erlendum hreim og svo framvegis. Sjálf er ég fréttamaður, fréttakona, fréttaþulur, móðir og foreldri. Notkun á einu orði og kyni útilokar ekki annað.“ Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Skóla- og menntamál Íslensk fræði Fjölmiðlar Íslensk tunga Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Birta skrifar litla grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu. Þar leggur hún út af grein eftir Völu Hafstað skáld og leiðsögumann sem vakið hefur mikla athygli. Hún hefst á þessum orðum: „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði.“ Birta segir alveg úr lausu lofti gripið að á Ríkisútvarpinu hafi verið settar reglur um útrýmingu á orðinu maður, ekki frekar en öðrum orðum. „Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu. Auðvitað er leiðinlegt að skemma gott partý þar sem heill vinnustaður er dreginn sundur og saman í háði. Það er samt ekki gaman að sitja undir ásökunum um hernað og útrýmingu svo þess vegna langaði mig að leggja nokkur orð í belg,“ segir Birta. Hún segir að vissulega beri starfsmenn RÚV þá ábyrgð að skrifa og tala góða íslensku og þá ábyrgð taki þau alvarlega. En hvernig íslensku? „Eingöngu íslensku sem samræmist skoðunum ákveðins hóps? Ekki að mínu mati. Við eigum að tala og skrifa íslensku sem endurspeglar litróf fólksins sem býr á landinu. Bæði kynhlutlaust mál, íslensku þar sem karlkynið er ráðandi, íslensku með erlendum hreim og svo framvegis. Sjálf er ég fréttamaður, fréttakona, fréttaþulur, móðir og foreldri. Notkun á einu orði og kyni útilokar ekki annað.“
Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Skóla- og menntamál Íslensk fræði Fjölmiðlar Íslensk tunga Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49
Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. 8. maí 2024 11:57