Doncic rankaði við sér og Dallas einum sigri frá úrslitum Vestursins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2024 08:31 Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks þurfa einn sigur í viðbót til að komast í úrslit Vesturdeildarinnar. getty/Joshua Gateley Eftir að hafa átt misjafna leiki í einvíginu gegn Oklahoma City Thunder átti Luka Doncic, aðalstjarna Dallas Mavericks, stórleik í nótt. Dallas vann þá 92-104 sigur og er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildar NBA. Í fyrstu fjórum leikjunum gegn Oklahoma var Doncic aðeins með 22 stig að meðaltali og 39 prósent skotnýtingu. Í leiknum í nótt var Slóveninn hins vegar með þrefalda tvennu; 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Luka dropped a triple-double to put the @dallasmavs one win away from the WCF!💫 31 PTS💫 10 REB💫 11 AST💫 5 3PMDAL leads 3-2 | Game 6: Saturday, 8:00pm/et on ESPN pic.twitter.com/zEdIKoBJAl— NBA (@NBA) May 16, 2024 Derrick Jones átti einnig flottan leik, hitti úr sjö af níu skotum sínum og skoraði nítján stig. Vörn Dallas var sterk í leiknum í nótt en OKC hitti til að mynda aðeins úr fjórðungi þriggja stiga skota sinna. Shai Gilgeuos-Alexander skoraði þrjátíu stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma sem er komið með bakið upp að veggnum fræga. Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar þriðja árið í röð með sigri á Cleveland Cavaliers á heimavelli, 113-98. Boston vann einvígið, 4-1. Jayson Tatum skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford sýndi að enn lifir í gömlum glæðum með því að skora 22 stig og taka fimmtán fráköst. Hann hitti einnig úr sex þriggja stiga skotum en Boston skoraði í heildina nítján þrista í leiknum. Jayson Tatum did a bit of everything to lead the @celtics to the Eastern Conference Finals ‼️☘️ 25 PTS☘️ 10 REB☘️ 9 AST☘️ 4 STL☘️ 3 3PMBoston makes their 3rd straight ECF appearance and awaits the winner of New York/Indiana. pic.twitter.com/PVUSOEKBut— NBA (@NBA) May 16, 2024 Donovan Mitchell var fjarri góðu gamni hjá Cleveland eins og í fjórða leiknum en hann glímir við kálfameiðsli. Evan Mobley skoraði 33 stig fyrir Cavs og Marcus Morris var með 25 stig. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Í fyrstu fjórum leikjunum gegn Oklahoma var Doncic aðeins með 22 stig að meðaltali og 39 prósent skotnýtingu. Í leiknum í nótt var Slóveninn hins vegar með þrefalda tvennu; 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Luka dropped a triple-double to put the @dallasmavs one win away from the WCF!💫 31 PTS💫 10 REB💫 11 AST💫 5 3PMDAL leads 3-2 | Game 6: Saturday, 8:00pm/et on ESPN pic.twitter.com/zEdIKoBJAl— NBA (@NBA) May 16, 2024 Derrick Jones átti einnig flottan leik, hitti úr sjö af níu skotum sínum og skoraði nítján stig. Vörn Dallas var sterk í leiknum í nótt en OKC hitti til að mynda aðeins úr fjórðungi þriggja stiga skota sinna. Shai Gilgeuos-Alexander skoraði þrjátíu stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Oklahoma sem er komið með bakið upp að veggnum fræga. Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar þriðja árið í röð með sigri á Cleveland Cavaliers á heimavelli, 113-98. Boston vann einvígið, 4-1. Jayson Tatum skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford sýndi að enn lifir í gömlum glæðum með því að skora 22 stig og taka fimmtán fráköst. Hann hitti einnig úr sex þriggja stiga skotum en Boston skoraði í heildina nítján þrista í leiknum. Jayson Tatum did a bit of everything to lead the @celtics to the Eastern Conference Finals ‼️☘️ 25 PTS☘️ 10 REB☘️ 9 AST☘️ 4 STL☘️ 3 3PMBoston makes their 3rd straight ECF appearance and awaits the winner of New York/Indiana. pic.twitter.com/PVUSOEKBut— NBA (@NBA) May 16, 2024 Donovan Mitchell var fjarri góðu gamni hjá Cleveland eins og í fjórða leiknum en hann glímir við kálfameiðsli. Evan Mobley skoraði 33 stig fyrir Cavs og Marcus Morris var með 25 stig.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira