Fólk muni ekki borga 200 þúsund fyrir „heimili sem það notar sem sumarbústað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2024 11:42 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir að leiguverð sem fasteignafélagið Þórkatla hafi sett á seldar eignir í bænum alltof hátt - og alls ekki til þess fallið að fá fólk til að snúa aftur í bæinn. Hann reiknar ekki með að margir nýti sér úrræðið en fyrri eigendum húsanna býðst að leigja þau á 625 krónur fermetrann. Þórkatla, fasteignafélagið sem sér um kaup á húsnæði Grindvíkinga, tilkynnti í gær að það hefði nú samþykkt kaup á 660 eignum og undirritað 471 kaupsamning. Þórkatla muni jafnframt leigja út þær fasteignir sem félagið hefur keypt, fyrst um sinn eingöngu til fyrri eigenda. Leigan verði í kringum 625 krónur á fermetra út árið, auk þess sem leigutaki greiði hita og rafmagn. Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir segir marga Grindvíkinga hafa keypt hús annars staðar. Þeir sjái ekki fyrir sér að geta borgað þetta háa leigu samhliða rekstri nýja heimilisins. „Fólk vildi leigja húsin sín áfram upp á von um að koma til baka. En ef þetta er leiguverðið, ef við tökum bara 200 fermetra hús, þá ertu að borga 200 þúsund á mánuði,“ segir Hjálmar. „Þannig að þetta er alltof hátt verð og engan veginn til þess fallið að fólk vilji koma til baka. Þetta er það sem ég heyri allt í kringum mig, að verðið sé alltof hátt, því fólk er að reka annað heimili. Það er búið að kaupa sér annars staðar hús og það er ekki að fara að borga 200 þúsund krónur fyrir heimili sem það notar sem sumarbústað.“ Hjálmar reiknar því ekki með að margir nýti sér úrræðið og hvetur Þórkötlu til að endurskoða skilmálana. Sjálfur hefur Hjálmar meira og minna búið í Grindavík síðustu mánuði og segir óvissuna í kringum jarðhræringarnar nú afar óþægilega. „Þetta er alls ekki nógu gott, nú er búin að vera spá um eldgos og búin að hanga lengi yfir. Ekkert hefur gerst í Grindavík en það er rétt hjá þér, það eru allir að bíða eftir að eitthvað gerist og fólk er með varann á sér. Þetta er óþægilegt ástand. Það er búið að liggja yfir spá og milljónir rúmmetra streyma inn en það gerist ekkert hér.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Þórkatla, fasteignafélagið sem sér um kaup á húsnæði Grindvíkinga, tilkynnti í gær að það hefði nú samþykkt kaup á 660 eignum og undirritað 471 kaupsamning. Þórkatla muni jafnframt leigja út þær fasteignir sem félagið hefur keypt, fyrst um sinn eingöngu til fyrri eigenda. Leigan verði í kringum 625 krónur á fermetra út árið, auk þess sem leigutaki greiði hita og rafmagn. Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir segir marga Grindvíkinga hafa keypt hús annars staðar. Þeir sjái ekki fyrir sér að geta borgað þetta háa leigu samhliða rekstri nýja heimilisins. „Fólk vildi leigja húsin sín áfram upp á von um að koma til baka. En ef þetta er leiguverðið, ef við tökum bara 200 fermetra hús, þá ertu að borga 200 þúsund á mánuði,“ segir Hjálmar. „Þannig að þetta er alltof hátt verð og engan veginn til þess fallið að fólk vilji koma til baka. Þetta er það sem ég heyri allt í kringum mig, að verðið sé alltof hátt, því fólk er að reka annað heimili. Það er búið að kaupa sér annars staðar hús og það er ekki að fara að borga 200 þúsund krónur fyrir heimili sem það notar sem sumarbústað.“ Hjálmar reiknar því ekki með að margir nýti sér úrræðið og hvetur Þórkötlu til að endurskoða skilmálana. Sjálfur hefur Hjálmar meira og minna búið í Grindavík síðustu mánuði og segir óvissuna í kringum jarðhræringarnar nú afar óþægilega. „Þetta er alls ekki nógu gott, nú er búin að vera spá um eldgos og búin að hanga lengi yfir. Ekkert hefur gerst í Grindavík en það er rétt hjá þér, það eru allir að bíða eftir að eitthvað gerist og fólk er með varann á sér. Þetta er óþægilegt ástand. Það er búið að liggja yfir spá og milljónir rúmmetra streyma inn en það gerist ekkert hér.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira