Bikarmeistarar Víkings í næstu umferð ásamt Keflavík og Fylki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2024 21:31 Danijel Dejan Djuric var á skotskónum. vísir/hulda margrét Bikarmeistarar Víkings eru komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta. Sömu sögu er að segja af Keflavík og Fylki. Víkingur mætti Grindavík í Safamýri og vann 4-1 sigur. Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og staðan 1-0 Víkingum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Josip Krznaric minnkaði muninn á 65. mínútu. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja mark Víkings þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og Viktor Örlygur Andrason bætti því fjórða við skömmu síðar. Ríkjandi bikarmeistarar eru komnir í átta liða úrslit! Víkingar settu fjögur mörk gegn einu marki Grindvíkinga. Hér er allt það helsta🔴⚫ pic.twitter.com/0YqmsIb4u0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Keflavík kom Hinrik Harðarson gestunum frá Akranesi yfir snemma leiks en Tobias Sandberg fékk rautt spjald á 36. mínútu fyrir brot innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sami Kamel fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Lengjudeildarliðið. Kamel var svo aftur á ferðinni í blálok fyrri hálfleiks og staðan orðin 2-1 Keflavík í vil. Valur Þór Hákonarson skoraði svo þriðja mark Keflavíkur á 81. mínútu. Skömmu síðar fékk Frans Elvarsson beint rautt spjald í liði Keflavíkur og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn. Lokatölur þó 3-1 og Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Keflvíkinga slá annað lið úr Bestu deildinni úr leik og eru komnir í átta liða úrslit.Hér eru mörkin og rauða spjaldið úr leiknum. Lokatölur urðu Keflavík 3-1 ÍA 🏆 pic.twitter.com/Oorq2o54BT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Árbænum var HK í heimsókn. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom HK yfir strax á 5. mínútu en Þórður Gunnar Hafþórsson svaraði fyrir heimamenn ekki löngu síðar. Hann var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og Benedikt Daríus Garðarsson gat því gert út um leikinn þegar Fylkir fékk vítaspyrnu á 26. mínútu. Benedikt Daríus setti boltann hins vegar framhjá markinu en bætti upp fyrir það mínútu síðar þegar hann skoraði eftir góða sendingu inn fyrir vörn HK. Staðan 3-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Hér er allt það helsta úr Árbænum í kvöld. Það var nóg um að vera, fjögur mörk og Fylkismenn eru komnir á átta liða úrslit á kostnað HK🟠 pic.twitter.com/eEYXPWin4n— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Þá vann Stjarnan einnig KR í fjörugum leik sem var í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fylkir Keflavík ÍF Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Víkingur mætti Grindavík í Safamýri og vann 4-1 sigur. Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og staðan 1-0 Víkingum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Josip Krznaric minnkaði muninn á 65. mínútu. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja mark Víkings þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og Viktor Örlygur Andrason bætti því fjórða við skömmu síðar. Ríkjandi bikarmeistarar eru komnir í átta liða úrslit! Víkingar settu fjögur mörk gegn einu marki Grindvíkinga. Hér er allt það helsta🔴⚫ pic.twitter.com/0YqmsIb4u0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Keflavík kom Hinrik Harðarson gestunum frá Akranesi yfir snemma leiks en Tobias Sandberg fékk rautt spjald á 36. mínútu fyrir brot innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sami Kamel fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Lengjudeildarliðið. Kamel var svo aftur á ferðinni í blálok fyrri hálfleiks og staðan orðin 2-1 Keflavík í vil. Valur Þór Hákonarson skoraði svo þriðja mark Keflavíkur á 81. mínútu. Skömmu síðar fékk Frans Elvarsson beint rautt spjald í liði Keflavíkur og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn. Lokatölur þó 3-1 og Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Keflvíkinga slá annað lið úr Bestu deildinni úr leik og eru komnir í átta liða úrslit.Hér eru mörkin og rauða spjaldið úr leiknum. Lokatölur urðu Keflavík 3-1 ÍA 🏆 pic.twitter.com/Oorq2o54BT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Árbænum var HK í heimsókn. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom HK yfir strax á 5. mínútu en Þórður Gunnar Hafþórsson svaraði fyrir heimamenn ekki löngu síðar. Hann var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og Benedikt Daríus Garðarsson gat því gert út um leikinn þegar Fylkir fékk vítaspyrnu á 26. mínútu. Benedikt Daríus setti boltann hins vegar framhjá markinu en bætti upp fyrir það mínútu síðar þegar hann skoraði eftir góða sendingu inn fyrir vörn HK. Staðan 3-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Hér er allt það helsta úr Árbænum í kvöld. Það var nóg um að vera, fjögur mörk og Fylkismenn eru komnir á átta liða úrslit á kostnað HK🟠 pic.twitter.com/eEYXPWin4n— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Þá vann Stjarnan einnig KR í fjörugum leik sem var í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fylkir Keflavík ÍF Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti