Sagan sem verður að segja Drífa Snædal skrifar 17. maí 2024 12:30 Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur. Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum. Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt. Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það. Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti. Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna. Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina. Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mansal Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur. Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum. Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt. Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það. Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti. Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna. Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina. Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni. Höfundur er talskona Stígamóta.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun