Kjósum Katrínu Kjartan Ragnarsson skrifar 18. maí 2024 07:01 Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur. Þó er sú manneskja sem hefur einna helst sloppið við þetta sá frambjóðandi í þessum forsetakosningum sem sem ég styð; Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það einkennt hennar framgöngu í stjórnmálum að hún hefur nánast aldrei hallað styggðaryrði að nokkrum manni. Hún hefur svo til alltaf farið í boltann en ekki manninn, svo þessi góða samlíking úr fótboltanum sé notuð. Það er örugglega einsdæmi í sögu íslenskra stjórnmálamanna að þó svo flokkur hennar hafi oftar en einu sinni farið niður fyrir tíuprósent í skoðanakönnunum þá hefur gjarnan meirihluti þjóðarinnar kosið hana vinsælasta stjórnmálamann landsins. En stjórnmálamaður/kona samt. Þrátt fyrir allt þá hefur hún þennan voðalega skammarblett að hafa verið í stjórnmálum. Það væri hægt að rekja mörg dæmi um merkilega framgöngu Katrínar við stjórnvölinn. En ég læt nægja þá djörfu ákvörðun að láta klára Hörpuna í miðju hruninu (ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur) og nú síðast aðkoma hennar að kjarasamningunum í janúar. Henni er helst legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í gegn mörgum hugarefnum sínum sem hún talaði fyrir þegar hún var í stjórnarandstöðu. Það veit hvert mannsbarn að í samsteypustjórn fær maður ekki allt sem maður vill. Katrín á stórmerkilegan feril að baki í pólitíkinni. Sá ferill er kostur en ekki galli. Þekking hennar á öllu stjórnkerfinu er sér á parti meðal frambjóðendanna. Sambönd hennar á erlendri grundu og gott orðspor er ómetanlegt. Bent hefur verið á að fyrri forsetar hafi ýmist komið úr stjórnmálunum (Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson) og svo aftur menningunni (Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson). Katrín á feril að baki á báðum þessum sviðum. Hún er ekki bara fráfarandi stjórnmálamaður heldur er hún menntuð í íslenskum bókmenntum. Katrín hefur yfirburða þekkingu og reynslu til að gegna embætti forseta Íslands. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er forstöðumaður Landnámsseturs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur. Þó er sú manneskja sem hefur einna helst sloppið við þetta sá frambjóðandi í þessum forsetakosningum sem sem ég styð; Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það einkennt hennar framgöngu í stjórnmálum að hún hefur nánast aldrei hallað styggðaryrði að nokkrum manni. Hún hefur svo til alltaf farið í boltann en ekki manninn, svo þessi góða samlíking úr fótboltanum sé notuð. Það er örugglega einsdæmi í sögu íslenskra stjórnmálamanna að þó svo flokkur hennar hafi oftar en einu sinni farið niður fyrir tíuprósent í skoðanakönnunum þá hefur gjarnan meirihluti þjóðarinnar kosið hana vinsælasta stjórnmálamann landsins. En stjórnmálamaður/kona samt. Þrátt fyrir allt þá hefur hún þennan voðalega skammarblett að hafa verið í stjórnmálum. Það væri hægt að rekja mörg dæmi um merkilega framgöngu Katrínar við stjórnvölinn. En ég læt nægja þá djörfu ákvörðun að láta klára Hörpuna í miðju hruninu (ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur) og nú síðast aðkoma hennar að kjarasamningunum í janúar. Henni er helst legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í gegn mörgum hugarefnum sínum sem hún talaði fyrir þegar hún var í stjórnarandstöðu. Það veit hvert mannsbarn að í samsteypustjórn fær maður ekki allt sem maður vill. Katrín á stórmerkilegan feril að baki í pólitíkinni. Sá ferill er kostur en ekki galli. Þekking hennar á öllu stjórnkerfinu er sér á parti meðal frambjóðendanna. Sambönd hennar á erlendri grundu og gott orðspor er ómetanlegt. Bent hefur verið á að fyrri forsetar hafi ýmist komið úr stjórnmálunum (Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson) og svo aftur menningunni (Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson). Katrín á feril að baki á báðum þessum sviðum. Hún er ekki bara fráfarandi stjórnmálamaður heldur er hún menntuð í íslenskum bókmenntum. Katrín hefur yfirburða þekkingu og reynslu til að gegna embætti forseta Íslands. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun