„Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:46 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni gegn Olympiacos í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með fjögurra marka sigur gegn Olympiacos 30-26. Valur er úr leik í Íslandsmótinu og því verður næsti leikur liðsins seinni leikurinn gegn Olympiacos eftir viku. „Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
„Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira