Innlent

Lægð yfir landinu og snjó­koma fyrir norðan

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Myndin er úr safni
Myndin er úr safni Vísir/Vilhelm

Lægð er yfir landinu en gular veðurviðvaranir eru í gildi víðs vegar um landið. Snjókoma er fyrir norðan.

Gul veðurviðvörun er í gildi í sjö af þeim ellefu landshlutum sem Veðurstofan skiptir landinu í. Er viðvörunin í gildi ýmist vegna hvassviðris, storms eða hríðar.

„Lægð suðvestur í hafi kemur upp að Reykjanesi í dag. Henni fylgir allhvöss austanátt á sunnanverðu landinu, en stormur syðst. Heldur hægari norðanlands. Rigning á sunnanverðu landinun, en rigning eða slydda norðantil upp úr hádegi og snjókoma til fjalla. Færð gæti spillst seinnipartinn á fjallvegum á Norður- og Austurlandi og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna þess, einning vegna vinds syðra,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings.

„Í kvöld og nótt fara skil lægðarinnar norður yfir land og veðrið skánar. Á morgun er útlit fyrir minnkandi sunnanátt með dálitlum skúrum, en nokkuð samfelldri rigningu á Suðausturlandi. Það hlýnar í veðri og hiti ætti að komast í 12 til 13 stig norðan- og austanlands.“

Vísir tekur með glöðu geði við myndum af snjónum fyrir norðan, sem nota mætti í fréttinni, í tölvupóstfanginu ritstjorn@visir.is


Tengdar fréttir

Gular viðvaranir víðs vegar um landið

Gular viðvaranir eru víðs vegar um landið í dag. Sjö af þeim ellefu landshlutum sem Veðurstofan skiptir landinu í eru gulir á korti hennar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×