Kvaddi stuðningsmennina og kenndi þeim lag um nýja stjórann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 20:00 Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag. James Baylis - AMA/Getty Images Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira