Schauffele hélt út og tryggði sér sigur með fugli á átjándu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 22:55 Xander Schauffele vann sitt fyrsta risamót í kvöld. Christian Petersen/Getty Images Xander Schauffele tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í kvöld er hann lék síðasta hring mótsins á sex höggum undir pari. Schauffele háði harða baráttu við Norðmanninn Viktor Hovland og Bandaríkjamanninn Bryson DeChambeau lengst framan af degi. Hovland stimplaði sig þó út úr baráttunni með skolla á átjándu braut. DeChambeau bjargaði fugli á átjándu holu og lék því hringinn samtals á sjö höggum undir pari. Með fuglinum jafnaði hann Schauffele á toppnum á samtals 20 höggum undir pari, en þá var Schauffele enn á sextándu holu. Schauffele þurfti því að næla sér í einn fugl á seinustu þremur holunum til að tryggja sér sigurinn og sleppa við bráðabana. Hann nældi í par á sextándu og sautjándu, en góð vippa á átjándu setti hann í kjörstöðu til að setja niður fugl og klára dæmið. Schauffele brást ekki bogalistinn af stuttu færi og hann tryggði sér sigurinn með fugli á seinustu holu mótsins. Bandaríkjamaðurinn tryggði sér þar með rúmar 460 milljónir króna í verðlaunafé. Þetta var hans fyrsti sigur á risamóti. Bryson DeChambeau hafnaði í öðru sæti á 20 höggum undir pari, einu höggi meira en Schauffele. Viktor Hovland varð þriðji á 18 höggum undir pari. PGA-meistaramótið Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Schauffele háði harða baráttu við Norðmanninn Viktor Hovland og Bandaríkjamanninn Bryson DeChambeau lengst framan af degi. Hovland stimplaði sig þó út úr baráttunni með skolla á átjándu braut. DeChambeau bjargaði fugli á átjándu holu og lék því hringinn samtals á sjö höggum undir pari. Með fuglinum jafnaði hann Schauffele á toppnum á samtals 20 höggum undir pari, en þá var Schauffele enn á sextándu holu. Schauffele þurfti því að næla sér í einn fugl á seinustu þremur holunum til að tryggja sér sigurinn og sleppa við bráðabana. Hann nældi í par á sextándu og sautjándu, en góð vippa á átjándu setti hann í kjörstöðu til að setja niður fugl og klára dæmið. Schauffele brást ekki bogalistinn af stuttu færi og hann tryggði sér sigurinn með fugli á seinustu holu mótsins. Bandaríkjamaðurinn tryggði sér þar með rúmar 460 milljónir króna í verðlaunafé. Þetta var hans fyrsti sigur á risamóti. Bryson DeChambeau hafnaði í öðru sæti á 20 höggum undir pari, einu höggi meira en Schauffele. Viktor Hovland varð þriðji á 18 höggum undir pari.
PGA-meistaramótið Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira