Íransforseti fórst í þyrluslysinu Atli Ísleifsson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. maí 2024 06:47 Ebrahim Raisi hafði gegnt forsetaembættinu í Íran frá árinu 2021. Hann tók við embættinu af Hassan Rouhani. AP Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. AP segir frá þessu, en þyrlan, sem var í hópi þriggja sem var að flytja forsetann og fylgdarlið hans, skall til jarðar eftir að hafa lent í vandræðum í mikilli þoku í norðurhluta landsins. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Raisi var í hópi harðlínumanna sem nánir voru æðstaklerki landsins, Ayatollah Ali Khamenei, og var af mörgum talinn líklegur eftirmaður hans. Lög landsins gera ráð fyrir að forsetaskosningar muni nú fara fram í landinu innan fimmtíu daga. Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, fórst einnig í þyrluslysinu. Hann hafði gegnt embætti utanríkisráðherra frá árinu 2021.AP Fólk kom saman í Teheran, höfuðborg Íran í gær og hrópuðu slagorð beind gegn stjórnvöldum í Ísrael. Ap/Vahid Salem Björgunarteymi röðuðu sér upp á svæðinu þar sem þyrlan hrapaði til jarðar. Moj News Agency/Azin Haghighi Íranski ríkisfjölmiðillinn IRNA staðfestir að auk forsetans og utanríkistáðherrans hafi Mohammad Ali Al-e Hashem, klerkurinn til að fara með föstudagsbænirnar í Tabriz og hershöfðinginn Malek Rahmati, héraðsstjóri íranska héraðsins Austur-Aserbaídsjan í hópi látinna. Sömuleiðis hafi nokkrir lífverðir, þar með talinn Seyed Mehdi Mousavi, yfirmaður öryggisliðs forsetans, og áhafnarmeðlimir þyrlunnar látið lífið í slysinu. Tók við embætti forseta árið 2021 Raisi, sem varð 63 ára, tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani. Áður hafði Raisi starfað sem dómari. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2017 en beið þá lægri hlut gegn Rouhani, en Raisi var eftir kosningar skipaður forseti hæstaréttar. Umfangsmikil leit af þyrlunni fór fram eftir að tilkynnt var um slysið og buðu stjórnvöld meðal annars í Rússlandi, Tyrklandi, Aserbaídsjan og Armeníu fram aðstoð sína við leitina. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í hópi fyrstu þjóðarleiðtoga heims til að heiðra Raisi og sagðist Modi mjög hryggur og í áfalli vegna dauða forsetans. Íran Andlát Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
AP segir frá þessu, en þyrlan, sem var í hópi þriggja sem var að flytja forsetann og fylgdarlið hans, skall til jarðar eftir að hafa lent í vandræðum í mikilli þoku í norðurhluta landsins. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta landsins, eftir að hafa sótt viðburð í tengslum við opnun nýrrar stíflu nærri asersku landamærunum. Raisi var í hópi harðlínumanna sem nánir voru æðstaklerki landsins, Ayatollah Ali Khamenei, og var af mörgum talinn líklegur eftirmaður hans. Lög landsins gera ráð fyrir að forsetaskosningar muni nú fara fram í landinu innan fimmtíu daga. Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, fórst einnig í þyrluslysinu. Hann hafði gegnt embætti utanríkisráðherra frá árinu 2021.AP Fólk kom saman í Teheran, höfuðborg Íran í gær og hrópuðu slagorð beind gegn stjórnvöldum í Ísrael. Ap/Vahid Salem Björgunarteymi röðuðu sér upp á svæðinu þar sem þyrlan hrapaði til jarðar. Moj News Agency/Azin Haghighi Íranski ríkisfjölmiðillinn IRNA staðfestir að auk forsetans og utanríkistáðherrans hafi Mohammad Ali Al-e Hashem, klerkurinn til að fara með föstudagsbænirnar í Tabriz og hershöfðinginn Malek Rahmati, héraðsstjóri íranska héraðsins Austur-Aserbaídsjan í hópi látinna. Sömuleiðis hafi nokkrir lífverðir, þar með talinn Seyed Mehdi Mousavi, yfirmaður öryggisliðs forsetans, og áhafnarmeðlimir þyrlunnar látið lífið í slysinu. Tók við embætti forseta árið 2021 Raisi, sem varð 63 ára, tók við embætti forseta Írans árið 2021 af Hassan Rouhani. Áður hafði Raisi starfað sem dómari. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2017 en beið þá lægri hlut gegn Rouhani, en Raisi var eftir kosningar skipaður forseti hæstaréttar. Umfangsmikil leit af þyrlunni fór fram eftir að tilkynnt var um slysið og buðu stjórnvöld meðal annars í Rússlandi, Tyrklandi, Aserbaídsjan og Armeníu fram aðstoð sína við leitina. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í hópi fyrstu þjóðarleiðtoga heims til að heiðra Raisi og sagðist Modi mjög hryggur og í áfalli vegna dauða forsetans.
Íran Andlát Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. 19. maí 2024 23:55
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56