Halla Hrund - ein af okkur Hjálmar Gíslason skrifar 20. maí 2024 14:30 Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var það sem svo margir landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarnar vikur í samkomuhúsum og félagsheimilum, á vinnustöðum og elliheimilum, í fjallgöngum, reiðtúrum og öðrum samkomum: Þessi smitandi gleði, jákvæðni, greind og einlægni sem Halla Hrund geislar frá sér hvar sem hún kemur. Síðan hef ég fylgst með henni þar sem hún hefur tekið að sér hvert verkefnið á fætur öðru: frá því að setja á fót stofnun við Harvardháskóla yfir í að leiða umdeildan málaflokk á Íslandi af röggsemi en auðmýkt; stofna til alþjóðlegs jafnréttisátaks og leiða umfjöllun um snjalltækjanotkun og fjölskyldusamveru á Íslandi; sinna smalamennsku og vera dóttur sinni innan handar í að æfa og leika aðalhlutverkið í risastórri leiksýningu. Allt þetta - stundum í einu - og samt tími fyrir fjölskyldu og vini, gaman, alvöru og framtakssemi. Orkuskiptin væru ekki vandamál ef við gætum virkjað orkuna sem býr í Höllu Hrund! Núna býðst okkur einmitt að nýta þessa orku í þágu okkar allra. Við skulum grípa það tækifæri. Forsetaembættið er einstakt. Þetta er eina opinbera hlutverkið þar sem við kjósum ekki flokk eða stefnu, heldur einstakling. Það eru í raun ekki skoðanir viðkomandi sem við þurfum að meta, heldur mannkostirnir. Við þurfum manneskju sem hefur prinsipp og getur staðið á sínu jafnvel þó á móti blási, en sem að sama skapi manneskju sem hefur ekki þegar skipað sér í ákveðinn flokk eða fylkingu. Ef á reynir, þarf forsetinn einmitt að geta sett sínar eigin skoðanir til hliðar, draga ólík sjónarmið að borðinu, fá fólk til að vinna saman og miðla málum. Fátt ferst Höllu Hrund betur úr hendi en einmitt að draga fram það besta í öðrum og fá ólíkt fólk með sér í átak eða ævintýri. Í daglegum störfum forseta eru það samt aðrir og hversdagslegari eiginleikar sem skipta mestu máli: Hæfileikar til að ná til allra. Jákvæðni, umhyggja og einlægur áhugi á fólki í kringum sig. Drifkraftur og hvatning. Þessa mannkosti hefur Halla Hrund alla til að bera og þeir munu gera hana frábærum forseta. Í aðdraganda kosninganna höfum við fengið að sjá marga kosti Höllu Hrundar, en það hefur líka sést hvar blómstrar hvað mest: Þegar hún er hún sjálf og fólk fær að kynnast henni í hversdeginum. Ein á einn eða ein með hópi. Við erum heppin að svo margt frambærilegt fólk bjóði sig fram í hlutverk forseta. Þau sem hafa leitt í skoðanakönnunum síðustu vikurnar yrðu öll góð í þessu hlutverki, en ekkert þeirra hefur breiddina sem Halla Hrund hefur. Halla Hrund er allt í senn. Hún er “sérfræðingur að sunnan” og sveitamanneskja, heimsborgari og Árbæingur, framakona og fjölskyldumanneskja. Það skiptir ekki máli hvort hún situr til borðs með framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna eða með kaffibrúsa og kleinu á þúfu á fjöllum; hvort hún er innflytjandi í ókunnugu landi eða gestgjafi í okkar eigin - hún er alltaf ein af hópnum og hópurinn nýtur sín með henni. Ég held að við getum öll séð sjálf okkur að einhverju leyti í Höllu Hrund. Hún er nefnilega ein af okkur og í gegnum hana getum við séð okkur sem eina heild. Þess vegna ætla ég að kjósa Höllu Hrund Logadóttur og tel að hún verði kjörin - bókstaflega - sem næsti forseti Íslands. Höfundur starfar að nýsköpun.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun