Tuchel daðrar við Man United og Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2024 21:30 Kann vel við sig á Englandi. Christina Pahnke/Getty Images Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel virðist hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Englands en hann stýrði Chelsea frá janúar 2021 til síðla árs 2022. Hann er nú orðaður við Manchester United sem og Chelsea á nýjan leik. Himm fimmtugi Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en verður ekki áfram í Bæjaralandi. Hann hefur einnig stýrt Mainz 05, Borussia Dortmund og París Saint-Germain. Florian Plettenberg, sérfræðingur Sky Sports um allt sem við kemur Bayern og þýska boltanum, segir Tuchel hafa gríðarlega mikinn áhuga að snúa aftur til Englands. Rennir hann hýru auga til Manchester-borgar eða þá Lundúna á nýjan leik. Umboðsteymi þjálfarans hafi nú þegar rætt lauslega við Man United varðandi hvort það sé möguleiki að Tuchel gæti verið þjálfari Rauðu djöflanna á næstu leiktíð. Erik ten Hag er talinn valtur í sessi eftir slakt tímabil en hann gæti þó bjargað starfi sínu takist honum að leggja Englandsmeistara Manchester City að velli í úrslitum ensku bikarkeppninnar. "Tuchel has had loose contact with Manchester United" 👀Sky Germany's Florian Plettenberg says Thomas Tuchel's representatives have spoken to Manchester United and he is also an option for Chelsea 🏴 pic.twitter.com/ps13Ht7leF— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 20, 2024 Þá er segir Plettenberg að Tuchel gæti hugsað sér að vinna aftur fyrir Chelsea. Mögulega spilar þar inn í að Todd Boehly, einn af eigendum félagsins, mun hafa minni ítök á komandi misserum en þeir tveir náðu engan veginn saman þegar Tuchel starfaði síðast fyrir félagið. Hvort Chelsea sé á þeim buxunum að reka Mauricio Pochettino er óvíst en liðið spilaði vel undir lok tímabils. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Himm fimmtugi Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en verður ekki áfram í Bæjaralandi. Hann hefur einnig stýrt Mainz 05, Borussia Dortmund og París Saint-Germain. Florian Plettenberg, sérfræðingur Sky Sports um allt sem við kemur Bayern og þýska boltanum, segir Tuchel hafa gríðarlega mikinn áhuga að snúa aftur til Englands. Rennir hann hýru auga til Manchester-borgar eða þá Lundúna á nýjan leik. Umboðsteymi þjálfarans hafi nú þegar rætt lauslega við Man United varðandi hvort það sé möguleiki að Tuchel gæti verið þjálfari Rauðu djöflanna á næstu leiktíð. Erik ten Hag er talinn valtur í sessi eftir slakt tímabil en hann gæti þó bjargað starfi sínu takist honum að leggja Englandsmeistara Manchester City að velli í úrslitum ensku bikarkeppninnar. "Tuchel has had loose contact with Manchester United" 👀Sky Germany's Florian Plettenberg says Thomas Tuchel's representatives have spoken to Manchester United and he is also an option for Chelsea 🏴 pic.twitter.com/ps13Ht7leF— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 20, 2024 Þá er segir Plettenberg að Tuchel gæti hugsað sér að vinna aftur fyrir Chelsea. Mögulega spilar þar inn í að Todd Boehly, einn af eigendum félagsins, mun hafa minni ítök á komandi misserum en þeir tveir náðu engan veginn saman þegar Tuchel starfaði síðast fyrir félagið. Hvort Chelsea sé á þeim buxunum að reka Mauricio Pochettino er óvíst en liðið spilaði vel undir lok tímabils.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira