Íslandsmeistarinn Sverrir Þór hættur með Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 07:31 Sverrir Þór ræður við lið sitt í leik gærdagsins. Vísir/Diego Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil. Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira