Minnislausir molbúar Melkorka Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2024 08:00 Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar