Íslenskur körfubolti áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2024 19:11 Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari í karlaflokki. vísir/hulda margrét Sýn hf. og Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem tryggir að íslenskur körfubolti verður áfram í hávegum hafður á Stöð 2 Sport og öðrum miðlum Sýnar hf. Samningurinn tekur gildi að loknu núverandi keppnistímabili og er til næstu fimm ára. Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“ Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“
Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira