Landsbankinn telur skilmála sína nógu skýra Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2024 18:35 Höfuðstöðvar Landsbankans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Skilmálar fasteignalána Landsbankans uppfylla íslensk og evrópsk lög að mati bankans þrátt fyrir að EFTA-dómstóllinn hafi gert athugasemdir við að orðalag um breytilega vexti væri ekki gagnsætt í dag. Athugasemdir EFTA-dómstólsins komu fram í ráðgefandi áliti sem Héraðsdómur Reykjaness og Reykjavíkur óskuðu eftir vegna dómsmála gegn Landsbankanum og Íslandsbanka og varða ákvæði um forsendur fyrir breytingum á vöxtum fasteignalána. Dómstólarnir vildu að EFTA-dómstóllinn gæfi álit sitt á hvernig bæri að túlka tilskipanir Evrópusambandsins sem Ísland hefur tekið upp og reynir á í málunum. Í ráðleggingum sínum til íslensku dómstólanna sagði EFTA-dómstóllinn að skilmálar lánanna þyrftu að vera nægilega skýrir til þess að sæmilega upplýsingum og athugulum neytanda væri kleift að skilja aðferðina sem væri notuð við ákvörðun vaxta. Fetti dómstóllinn fingur út í almennar vísanir til ófyrirséðrar mögulegrar hækkunar kostnaðar bankanna í skilmálum lánanna. Þær væru eðli málsins samkvæmt ósannreynanlegar fyrir almennan neytanda. Sæmilega forsjálum neytanda væri gert ókleift að átta sig á afleiðingum samningsskilmálanna. Í yfirlýsingu sem Landsbankinn sendi frá sér eftir að álit EFTA-dómstólsins var birt er áréttað að hann dæmi ekki um gildi vaxtabreytingaákvæða í fasteignalánum á Íslandi heldur íslenskir dómstólar. Að mati bankans uppfylli vaxtabreytingarákvæði í fasteignalánum hans kröfur íslenskra laga og tilskipunar ESB um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. EFTA-dómstóllinn taki ekki afstöðu til þess hvort að ákvæðin uppfylli þessar kröfur. Neytendasamtökin lýstu áliti EFTA-dómstólsins sem tímamótadómi sem væri afdráttarlaus og lántökum í hag. Bönkunum sé ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og núverandi skilmálar lána uppfylli ekki skilyrða um skýrleika. Telur líklegt að skilmálar valdi ójafnvægi á milli samningsaðila Sérstaklega finnur EFTA-dómstóllinn að orðalagi í skilmálum eins og „vöxtum á markaði“ og „breytingum á fjármögnunarkostnaði bankans“ sem hann telur ekki gagnsætt jafnvel þó að það sé málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Einnig mæli það gegn skýrleika skilmálanna að þeir innihaldi orðalagið „meðal annars“. Hugtakið geri eðli málsins samkvæmt ráð fyrir að tekið sé tillit til viðmiða sem neytandi þekkir ekki til við gerð samningsins við ákvörðun um hækkun vaxta. „Með fyrirvara um að landsdómstólar sannreyni efni þeirra, virðist líklegt að slíkir samningsskilmálar kunni að valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsaðila,“ segir í áliti EFTA-dómstólsins. Geta skipt skilmálunum út ef samningarnir halda ekki Í niðurstöðu sinni segir dómstóllinn meðal annars að ESB-tilskipun um lánssamninga fyrir neytendur tengdum íbúðarhúsnæði glataði virkni sinni ef aðrir þættir sem væru notaðir við útreikning lánsvaxta en vísitölur og viðmiðunarvextir væru frá upphafi undanskildir mati á gangsæi skilmála. Kröfur um skýrleika eigi þess vegna alltaf við þegar vísitala eða viðmiðunarvextir eru notaðir til að reikna útlánsvexti. Landsdómstólar þurfi að skera úr um hvort að samningarnir uppfylli kröfur tilskipananna. Skilmálarnir verði að teljast óréttmætir ef þeir valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna á milli samningsaðila neytanda til tjóns. Komist íslenskir dómstólar að því að skilmálarnir séu óréttmætir geta þeir skipt þeim út ef ógilding þeirra kemur í veg fyrir að lánssamningar geti haldið gildi sínu. Ef samningarnir geta hins vegar haldið gildi án skilmálanna umdeildu er dómstólunum ekki heimilt að skipta skilmálunum út ef þeir verða dæmdir óréttmætir. Landsbankinn EFTA Fjármálafyrirtæki Dómsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Athugasemdir EFTA-dómstólsins komu fram í ráðgefandi áliti sem Héraðsdómur Reykjaness og Reykjavíkur óskuðu eftir vegna dómsmála gegn Landsbankanum og Íslandsbanka og varða ákvæði um forsendur fyrir breytingum á vöxtum fasteignalána. Dómstólarnir vildu að EFTA-dómstóllinn gæfi álit sitt á hvernig bæri að túlka tilskipanir Evrópusambandsins sem Ísland hefur tekið upp og reynir á í málunum. Í ráðleggingum sínum til íslensku dómstólanna sagði EFTA-dómstóllinn að skilmálar lánanna þyrftu að vera nægilega skýrir til þess að sæmilega upplýsingum og athugulum neytanda væri kleift að skilja aðferðina sem væri notuð við ákvörðun vaxta. Fetti dómstóllinn fingur út í almennar vísanir til ófyrirséðrar mögulegrar hækkunar kostnaðar bankanna í skilmálum lánanna. Þær væru eðli málsins samkvæmt ósannreynanlegar fyrir almennan neytanda. Sæmilega forsjálum neytanda væri gert ókleift að átta sig á afleiðingum samningsskilmálanna. Í yfirlýsingu sem Landsbankinn sendi frá sér eftir að álit EFTA-dómstólsins var birt er áréttað að hann dæmi ekki um gildi vaxtabreytingaákvæða í fasteignalánum á Íslandi heldur íslenskir dómstólar. Að mati bankans uppfylli vaxtabreytingarákvæði í fasteignalánum hans kröfur íslenskra laga og tilskipunar ESB um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. EFTA-dómstóllinn taki ekki afstöðu til þess hvort að ákvæðin uppfylli þessar kröfur. Neytendasamtökin lýstu áliti EFTA-dómstólsins sem tímamótadómi sem væri afdráttarlaus og lántökum í hag. Bönkunum sé ekki heimilt að breyta vöxtum að vild og núverandi skilmálar lána uppfylli ekki skilyrða um skýrleika. Telur líklegt að skilmálar valdi ójafnvægi á milli samningsaðila Sérstaklega finnur EFTA-dómstóllinn að orðalagi í skilmálum eins og „vöxtum á markaði“ og „breytingum á fjármögnunarkostnaði bankans“ sem hann telur ekki gagnsætt jafnvel þó að það sé málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Einnig mæli það gegn skýrleika skilmálanna að þeir innihaldi orðalagið „meðal annars“. Hugtakið geri eðli málsins samkvæmt ráð fyrir að tekið sé tillit til viðmiða sem neytandi þekkir ekki til við gerð samningsins við ákvörðun um hækkun vaxta. „Með fyrirvara um að landsdómstólar sannreyni efni þeirra, virðist líklegt að slíkir samningsskilmálar kunni að valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsaðila,“ segir í áliti EFTA-dómstólsins. Geta skipt skilmálunum út ef samningarnir halda ekki Í niðurstöðu sinni segir dómstóllinn meðal annars að ESB-tilskipun um lánssamninga fyrir neytendur tengdum íbúðarhúsnæði glataði virkni sinni ef aðrir þættir sem væru notaðir við útreikning lánsvaxta en vísitölur og viðmiðunarvextir væru frá upphafi undanskildir mati á gangsæi skilmála. Kröfur um skýrleika eigi þess vegna alltaf við þegar vísitala eða viðmiðunarvextir eru notaðir til að reikna útlánsvexti. Landsdómstólar þurfi að skera úr um hvort að samningarnir uppfylli kröfur tilskipananna. Skilmálarnir verði að teljast óréttmætir ef þeir valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna á milli samningsaðila neytanda til tjóns. Komist íslenskir dómstólar að því að skilmálarnir séu óréttmætir geta þeir skipt þeim út ef ógilding þeirra kemur í veg fyrir að lánssamningar geti haldið gildi sínu. Ef samningarnir geta hins vegar haldið gildi án skilmálanna umdeildu er dómstólunum ekki heimilt að skipta skilmálunum út ef þeir verða dæmdir óréttmætir.
Landsbankinn EFTA Fjármálafyrirtæki Dómsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira